Færsluflokkur: Bloggar
Komin heim
4.8.2008 | 17:44
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og þá kom steypiregn
21.7.2008 | 20:38
Við mæðgur komum í bæinn á föstudag, enda veður ekki búið að vera upp á marga fiska þarna fyrir austan. En viti menn, ég er búin að vera rúman sólahring hér þegar rigningin kom ( og verður víst næstu daga) en sólin fór austur. Andsk, djö, helv. Óðinn bróðir segir að þetta sé nú ekki í fyrsta skipti sem ég kem með rigninguna með mér í borgina. En skítt með veðrið hér er bara yndislegt. Er búin að heyra í fullt af fólki og á eftir að hitta marga, marga. Á morgun er stefnan tekin allavega í tvær heimsóknir og svo er alltaf gaman að versla eitthvað af fötum, kannski regnfötum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Goslokahátíð
12.7.2008 | 12:31
Við krakkarnir skruppum til Vestmanneyja á goslokahátíð um síðustu helgi og var það hreint út sagt frábært. Vestmanneyjar eru svo fallegar og yndislegar. Við brunuðum af stað seinnipart á miðvikudeginum og gistum rétt hjá Kirkjubæjarklaustri. Á fimmtudeginum brunuðum við svo beint til Reykjavíkur og gátum verið þar í 3 tíma hjá fólkinu okkar áður en lagt var í hann í Herjólf um kvöldið. Helginni var svo eytt í faðmi yndislegra ættingja á eyjunni fögru.
Nú er ég komin í lang þráð sumarfrí. Ekki neitt planað svosem nema að fara í borgina og fara á Reycup fófboltamót og svo eru einhverjar stuttar ferðir fyrirhugaðar með fellihýsið í eftirdragi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á fætur í Fjarðabyggð
29.6.2008 | 23:00
Á fætur í Fjarðabyggð var yfirskrift af frábærri gönguviku hér í Fjarðabyggð sem lauk í gær á lokakvöldvöku inn í Ranndólfssjóhúsi. Þessa viku var stanslaus dagskrá frá morgni til kvölds, gönguferðir með farastjórn, náttúruskóli fyrir börn og svo kvöldvökur með varðeld og söng. Við tókum þátt í flestum kvöldvökunum og svo fórum við mæðgur í göngu í gær. Þá var gengið frá Karlsskála fyrir Krossanes og til Vöðlavíkur. í Karlsskálaskriðum var gengið að flaki þýskrar orustuflugvélar, Henkel 111, sem fórst þar árið 1941. Síðan var gengið áfram um Krossarnesskriður og Kirkjubólsskriður til Vöðlavíkur. Þar fengum við heitt súkkulaði og nýbakaðar lummur í skála ferðafélagsins. Ofsalega skemmtileg ferð og er skrokkurinn að jafna sig í dag, enda ekki vanur svona átökum. Gangan tók um 6 klukkutíma og lengst af var gegnið í halla í kindaslóðum. Á síðu Helga Garðars er hægt að sjá nokkrar myndir frá kvöldvökunum sem ýmist fóru fram á Mjóeyri eða inn í Rannólfssjóhúsi. Þetta var frábært framtak hjá þeim sem að þessu stóðu.
Hópurinn hjá orustuflugvélinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Náttúrusinnar
29.6.2008 | 22:26
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Systur að eilífu
28.5.2008 | 22:47
mesta sumarhitanum.Um leið og þær töluðu um lífið, hjónabandið, ábyrgðina og
skuldbindingar fullorðinsáranna hristi móðirin klakamolana í glasi sínu svo að
telaufið þyrlaðist upp og leit hreinskilnislega á dóttur sína: Gleymdu ekki
systrum þínum, þær verða því mikilvægari sem þú eldist. Einu gildir hversu
mikið þú elskar manninn þinn eða börnin sem þú kannt að eignast, þú munt alltaf
þarfnast systra. Mundu t.d. eftir að lyfta þér upp með þeim. Með systrum á ég
við ALLAR konurnar í lífi þínu. Ég á við vinkonurnar, dætur þínar og aðrar
konur sem þér eru tengdar blóðböndum. Þú munt þarfnast annarra kvenna. Þannig
er þetta bara."
Þetta er skrýtið ráð," hugsaði unga konan. Ég er nýgift, nýkomin inn í
hjónaheiminn. Nú er ég gift kona, svo sannarlega fullorðin manneskja. Maðurinn
minn og fjölskyldan sem við vonumst til að eignast verða allt sem skiptir máli
í lífi mínu."
Þótt unga konan væri ekki ginnkeypt fyrir ráðum móður sinnar í þetta sinn fór
þó svo að hún tók mark á henni. Hún ræktaði sambandið við systur sínar og
eignaðist fjölda vinkvenna. Þegar tímar liðu varð henni ljóst að mamma hennar
hafði rétt fyrir sér.
Tíminn og framvinda lífsins marka spor á konur en systur eru óumbreytanlegar.
Sannleikurinn kristallast í eftirfarandi:
Tíminn líður hjá, lífið á sér stað, fjarlægðir skilja menn að, börn vaxa úr
grasi, atvinnutækifæri koma og fara, ástin getur orðið að vana, menn gera
einfaldlega ekki það sem vænst er af þeim, hjörtu bresta, foreldrar deyja,
samstarfmenn gleyma greiðunum sem þeim eru gerðir og framabrautin tekur enda EN
Systur eru enn til staðar óháð tíma og fjarlæg. Góð vinkona er aldrei í meiri
fjarlægð en svo að það megi nálgast hana á einhvern hátt. Þegar erfiðleika
ber að höndum og þú ert ein þíns liðs þá bíður ævinlega einhvers staðar systir
með útrétta arma þér til hjálpar. Stundum eru þær jafnvel reiðubúnar að ganga
með þér spölkorn eða líta við og rjúfa þar með einmanaleikann..
Vinkonur, dætur, ömmustelpur, tengdadætur, systur, mágkonur mæður, ömmur,
föðursystur, móðursystur, systradætur, bróðurdætur og frænkur af ýmsu tagi í
stórfjölskyldunni eru okkur öllum til blessunar. Veröldin væri önnur án kvenna.
Þegar við lögðum af stað í það ævintýri sem fylgir því að vera kona þá höfðum
við litla hugmynd um þá gleði og sorg sem fram undan væri. Við gerðum okkur
heldur ekki grein fyrir hversu mjög við kynnum að þarfnast hver annarrar.
Þannig verður það áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég man þegar vinkonur
18.5.2008 | 20:57
mömmu voru oft að segja við mig, þegar ég var yngri, nei ert þú orðin svona stór það er svo stutt síðan að þú varst bara pínulítil. Ég brosti en hugsaði, það er sko ekki stutt síðan. Afhverju er fullorðið fólk alltaf að segja svona. Nú hafa árin liðið og ég er núna hjartanlega sammála þessu, tíminn líður alveg ótrúlega hratt. Ætli þetta breytist ekki þegar maður eignast sjálfur börn, þau eru svo að segja nýfædd og svo allt í einu eru farnir að koma í hús kynningarbæklingar um framhaldsskóla fyrir soninn. Hvað er í gangi, er klukkan farin að flýta sér eitthvað? Ég eldist allavega ekki svona hratt, líður alltaf eins og unglingi
Við Raggi fórum á tónleika í dag í Kirkju og menningarmiðstöð Eskifjarðar. Kvartett Kára Árnasonar spilaði jass. Þetta voru skemmtilegir tónleikar en sorglega fáir sem mættu. Ég taldi 28 hausa.
Raggi er núna öllum stundum að vinna að geisladisk sem væntanlega kemur út í haust. Á honum eru 12 lög eftir Ragga. Það er ansi skemmtilegt að fylgjast með þessari fæðingu og er spennandi að heyra hver útkoman verður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er enn að hlæja
18.5.2008 | 10:57
datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar
reyndi hann að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra
heim til sín. Þar reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið
upp stigana og skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði.
Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: Ómar varstu á fylliríi eina ferðina enn." Já,
sagði hann. Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Allt búið
13.5.2008 | 18:04
Jæja loksins er þessi frekar leiðinlegi sólarhringur liðinn og sjúkdómsgreining liggur fyrir. Þegar ég kom á spítalann var ákveðið að gera bæði maga og ristilsspeglun. Það er léttir að þetta er búið og nú tekur við að yfirvinna kvillann. Ég skrifa meira seinna. Ætla að fara að safna orku fyrir vinnudaginn á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sælt veri fólkið
11.5.2008 | 20:58
Þá fer nú að styttast í að ég fari í ristilsspeglun og verður dagurinn á morgun helgaður þeirri rannsókn eða úthreinsun fyrir herlegheitin. Ef það væri hægt þá væri ég nú alveg til í að sofna í kvöld og vakna seinnipartinn á þriðjudaginn og þá væri allt búið, en það er víst ekki í boði. En það er bara gott mál að það sé verið að rannsaka mallakút og vonandi finnst hvað sé að og því kippt í liðinn.
Það átti að vera ættarmót út í eyjum nú í byrjun júlí eða á goslokahátíðinni. En þátttakan var ekki næg og þar að leiðandi hefur ættarmótið verið blásið af. En ég ætla samt með krakkana á goslokahátíðina og hitta vini og vandamenn. Goslokahátíðin er víst ekki síður skemmtileg en þjóhátíðin og á hana hef ég farið og skemmti mér frábærlega. Að vera út í eyjum í góðu veðri er ólýsanlega fallegt og skemmtilegt og vona ég bara að veðrið eigi eftir að sýna sínar bestu hliðar þegar við mætum.
Þessa myndir eru teknar þegar við fórum til eyja sumarið 2006 og fengum frábært veður allan tíman.
Jæja ætla út að hjóla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)