Færsluflokkur: Bloggar

Dómsmál

Ég heyrði það í fréttum í gær að verjendur karlmanns á níræðisaldri ætluðu að fara fram á styttri fangelsisdóm sökum aldurs hins dæmda. Karlinn var allavega ekki það gamall að hann það háði honum í þeim verknaði sem hann er sakfelldur fyrir svo ég get ekki séð neina ástæðu til að milda dóminn. Hans verknaður er bara hryllingur og vonandi fær hann að sitja inni sem lengst. 

Enn önnur afmæliskveðja

Nú er það minn elskulegi sonur sem á afmæli í dag. Elsku besti Valdimar eigðu góðan dag í dag og alla aðra daga. Þú ert langflottastur.

Til hamingju með afmælið elsku besti stóri bróðir

Já hann Óðinn bróðir á afmæli í dag. Mikið lifandis ósköp er ég stolt af bróðir mínum. Hann hætti að reykja fyrir rúmu ári (fyrst hann gat hætt, geta það allir) og nú er hann á fullu í líkamsrækt. Þegar ég verð stór ætla ég að vera eins dugleg og hann. Nema ég ætla ekki að hætta að reykja.

Því ég ætla ekki að byrja á þeim ósið.Smile


Mig dreymdi draum

Mig dreymdi Þröst bróðir í nótt, í þriðja skipti ( svo ég muni) síðan hann lést fyrir rétt rúmum 3 árum. Fyrsti draumurinn var ekki góður, draumur númer tvö var mjög fínn og þessi í nótt var svona mitt á milli. Byrjaði illa en endaði vel. Ég tók utan um hann, sagði honum að ég elskaði hann en bað hann svo að fara að koma heim. Já það væri fátt yndislegra en að fá hann bara heim aftur, en það er víst ekki í boði.

Ný vinnuvika er framundan og byrja tveir nýir starfsmenn hjá mér á morgun. Það er alltaf auka álag að koma nýju fólki inn í ný störf en einnig spennandi.

Ég er líka byrjuð í skólanum og er eitthvað að reyna að læra í hausinn á mér svona inn á milli. Semsagt nóg að gera sem er bara hið besta mál.


Í keppnisskapi

stjornumerkitakki

 

 

 

 

Fiskar: Þú ert í keppnisskapi. Þú kemur fólki á óvart sem sækist eftir því sama og þú. Þeir þurfa kannski að borga, en þú útskýrir fyrir þeim hvað hvetur þig áfram.

Á eitthvað svo vel við þessa dagana. 


Nei því miður, við erum ekki með neitt jólaskraut

Ég heyrði tvo góða brandara í gær sem ég ætla að deila með ykkur. Þeir gerðust í raun og veru og það er kannski hvað fyndnast (eða sorglegast). Kona ein kom í Rúmfatalagerinn snýr sér að ungum starfsmanni (íslending, takið eftir) og spyr um herðatré. Nei því miður, segir starfsmaðurinn, við erum ekki að selja jóladót á þessum tíma árs.

Hinn er á þessa leið. Kona fer að kassa í Bónus. Þar er sem fyrr ungur starfsmaður (enn erum við að tala um íslending) og konan réttir honum hlut sem hún er með og spyr hvað kostar þetta. Henni er svarað skilmerkilega. Hún spyr þá um annan hlut sem hún er einnig með og fær svar við því. Hún segir þá við starfsmanninn: "ég ætla þá að fá þetta hvorutveggja". Starfsmaðurinn verður eitt ? og hálf vandræðalegur en þá fær hann óvænta hjálp frá öðrum ungum samstarfsmanni sínum. "Hún ætlar sem sagt að fá báða hlutina, ég lenti í svona um daginn".

Svo erum við að hneykslast á að útlendingar séu meira og minna í þjónustustörfum hér á landi og að okkur gangi misvel að gera okkur skiljanleg við það, en gleymum að unga fólkið í dag er meira og minna að tapa niður sínu eigin tungumáli. Þetta eru kannski ýkt dæmi en ég held að það sé nokkuð til í þessu.


Fljúga hvítu fiðrildin

Þessi fyrirsögn er út úr öllu samhengi við þessa færslu, svona einsmikið út úr kú og menntamálaráðherra vor, þegar hún segist vera að íhuga að skreppa aftur á Ólympíuleikana. Auðvitað eru strákarnir í íslenska handboltaliðinu alveg æði og þeirra árangur hreint út sagt framúrskarandi en þeir hafa náð þetta langt án hennar nærveru hingað til. En ef hún á inni sumarfrí, borgar sjálf fyrir sig og sitt fólk og fær frí hjá sínum yfirmanni nú þá er þetta náttúrulega bara allt í fína. Hún verður þá að hafa samband við sinn yfirmann ekki seinna en strax, (þó að ég sem yfirmaður er ekki ánægð þegar mitt starfsfólk hringi heim til mín til að biðja um frí) því flugið tekur rúman sólarhring og hún hefur varla þann tíma.

 

En áfram ÍslandWizard 


Ég verð bara að láta þetta flakka

Ég er að reyna að lesa blogg og þá er þessi helv..... Nova auglýsing svo breið að hún skyggir á lesefnið. Ég held svei mér þá að þessi auglýsingaborði hafi fitnað í sumarShocking

Jæja þá er þessi dagur að renna sitt skeið.

Sumarfríinu mínu lauk í dag og þar með er sú sæla búin. Ég hef haft það yndislega gott í fríinu og það leið ótrúlega fljótt. En það er alltaf gott þegar lífið kemst í sína föstu rútínu. Það verður innilota hjá mér í skólanum á mánudaginn næsta svo það er mjög sennilegt að maður fari í borgina eftir vinnu á föstudag og verði fram á mánudagskvöld. Ég nota alltaf tækifærið þegar innilotur eru og er með mömmu og pabba eins mikið og ég get.

Ég hef verið mjög dugleg undanfarið og endurnýjað gömul kynni mín við skólafélaga mína úr Fellaskóla. Það var Facebook sem kom mér á bragðið og þar hef ég hitt fullt af skemmtilegum, gömlum vinum. Suma hitti ég yfir kaffibolla í Rvk í sumar. Mér finnst alltaf mikilvægara og mikilvægara að viðhalda góðum tengslum við alla þá góðu vini sem maður eignast á lífsleiðinni. Maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Svo það er best að vanda sig í allri framkomu sinni svo maður þurfi helst ekki að sjá eftir einhverju sem ekki verður leiðrétt.

 

Bless í bili og verið góð við hvert annað. 


Myndir

Var að setja inn myndir í myndaalbúmið

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband