Færsluflokkur: Bloggar
Til hamingju með daginn elsku pabbi
9.5.2008 | 21:36
í dag, 9.maí á minn elskulegi pabbi 81. árs afmæli. Innilega til hamingju með daginn elsku besti pabbi. Ég vildi óska að ég væri ekki svona langt í burtu. Þessi mynd er tekin sumarið 2006 þegar við fórum upp í Stóra-Dal og heiðruðum aldarminningu systkinis afa míns. Á myndinni eru frá vinstri: Óðinn bróðir, Katrín bróðurdóttir mín, pabbi, Valdimar, Raggi og Karen Ósk. Í baksýn er íbúðarhúsið í Stóra-Dal, þar sem pabbi er uppalinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Samheldni
8.5.2008 | 17:28
Góðan og blessaðan daginn.
Frá áramótum höfum við stöllurnar í vinnunni tekið upp á ýmsu til að þjappa hópnum betur saman. Í byrjun árs skráðum við okkur í verkefni sem bera heitið Heil og sæl í vinnunni. Upp frá því var stofnaður gönguhópur og er farið út að ganga saman 1x í viku. Stundum hafa bara tvær mætt eða jafnvel ein en ég held að ég geti fullyrt að það sé bara einn göngudagur sem hefur dottið niður. Þetta hefur komið vel út og gaman að kynnast fólkinu sem maður hefur verið að vinna með, í mislangan tíma, í öðrum aðstæðum. Þessa dagana erum við að taka þátt í Hjólað í vinnuna og höfum við skipt þátttakendum í tvö lið og nú er sko hörð keppni á milli þessara tveggja liða. Ég veit að það er alltaf mottóið að vera með en MITT LIÐ SKAL VINNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dýrt er það
5.5.2008 | 21:10
Eldri dama gengur inn í Gull og Silfur á Laugavegi og fer að skoða í kring um sig í rólegheitunum.
Hún sér gríðarlega fallegt demantaarmband og gengur að sýningaborðinu til að skoða það nánar.
Þegar hún svo beygir sig yfir borðið til að sjá betur, prumpar hún óvart. Hún fer mjög hjá sér og lýtur vandræðaleg kringum sig til að athuga hvort nokkur hafi tekið eftir þessu litla slysi hennar og vonar jafnframt að það komi ekki einhver sölumaður akkúrat meðan lyktin svífur um hana.
Hún snýr sér varlega við og til að fullkomna martröðina, stendur ekki bara sölumaður beint fyrir aftan hana !?
Svellkaldur sölumaðurinn sýnir fullkomna fagmennsku þegar hann heilsar eldri dömunni og spyr hvort hann getir aðstoðað hana á einhvern hátt?
Mjög vandræðaleg, vonar sú gamla að sölumaðurinn hafi ekki staðið fyrir aftan hana einmitt á þessu viðkvæma augnabliki rétt áður, spyr hún, hvað kostar svo þetta fallega demantaarmband?
Hann svarar:Kæra frú, ef að þú prumpaðir bara yfir því að lýta á það, áttu eftir að skíta upp á bak þegar þú heyrir verðið !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan og blessaðan daginn
5.5.2008 | 15:14
Það er nú orðið ansi langt síðan að ég hef látið sjá mig hér. Ferðin til Danmerkur var fín í alla staði og námskeiðið ansi fróðlegt. Það sem mér þótti svo vænt um var hvað námskeiðshaldarar töluðu með mikilli virðingu um börn og hvað það er nauðsynlegt að við fullorðna fólkið einblínum frekar á góðu hliðarnar þeirra í stað þess að vera alltaf að bölsótast yfir því sem ílla gengur. Við verðum að koma fram við börnin sem einstaklinga og ætla þeim ekki um of. Þau hafa sínar skoðanir og sitt áhugasvið sem verður að virða.
Jæja sagan endalausa með magann virðist enga enda ætla að taka. Í gærkvöldi var mér skutlað inn á spítala og út í morgun. Framundan er ristilsspeglun. Það sem pirrar mig mest í þessu öllu er að það skiptir máli hvaða læknar taka á móti mér hverju sinni hvaða meðhöndlun ég fæ, einn segir þetta og hinn hitt og stangast yfirleitt skoðanir þeirra á svo ég verð bara ruglaðri. Nú á ég semsagt að taka inn töflur við krömpunum sem annar læknir var búinn að segja að ég mætti alls ekki taka
Ég er orðin hundleið á þessu heilsuleysi og ætla að skella mér í klippingu og athuga hvort sálatetrið hressist ekki eitthvað aðeins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engin árshátíð :-(
19.4.2008 | 20:23
Maginn ætlar eitthvað að vera áfram með stæla og ákvað að kyrrsetja mig heima í kvöld í stað þess að leyfa mér að fara á árshátíð hjá Alcoa. Ætli ég hafi ekki vitað þetta innst inni því ég var ekki búin að gera neinar ráðstafanir með krakkana og ekki að finna út í hvaða fötum ég ætlaði. Raggi fór því einn að þessu sinni og á örugglega eftir að skemmta sér bara fyrir okkur bæði. En ég verð bara heima í staðinn og hef það huggulegt með henni Karenu minni.
En það er eins gott að maginn verði komin í lag á þriðjudaginn þegar ég flýg til Reykjavíkur. Þar verð ég í nokkra tíma (mest hjá mömmu og pabba) og svo fljúgum við til Köben á miðvikudagsmorgunn.
Ætla að kveðja í bili. Hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6 dagar í Danmerkurferð
17.4.2008 | 22:30
Já þetta líður ansi hratt. Við í vinnunni erum á síðustu metrunum að klára allan undirbúning fyrir námsferðina okkar. Mér er farið að hlakka mikið til enda verður þetta án efa bara æðislegt.
Fyrir viku síðan var menningarkvöld hér á Eskifirði og var Raggi meðal þeirra sem tróð upp. Hann spilaði lag eftir sig sem fer á væntanlegan geisladisk næsta haust. Textinn er um Karen Ósk og er virkilega fallegur, þó ég segi sjálf frá. Einn fimm ára aðdáandi sagði við frænku sína þegar lagið var búið: þetta var svo fallegt að ég fékk tár í augun. Ekki slæmir dómar það.
Reyndar er maginn eitthvað að stríða mér þessa dagana og er ég undir eftirliti hjá lækni. Nú er bara að krossa fingur og vona að maginn verði til friðs, allavega þar til ég kem heim aftur. Má ekkert vera að einhverju veseni núna.
Ætla að segja þetta nóg í bili. Hafið það sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fréttir síðustu daga
12.4.2008 | 10:43
Ég er guðslifandi fegin að búa ekki í höfuðborginni þessa dagana og lenda í mótmælaaðgerðum vöruflutningabílstjóra. Ég hef alls ENGA samúð með þeim lengur. Þetta hefur gengið of langt og bara bitnað á saklausum borgurum sem ekkert hafa til saka unnið. SKAMMIST YKKAR.
Ég veit ekki hvort það hafi verið gert úttekt á síðustu utanlandsferð forsætisráðherra og hans fylgdarliðs, þegar farið var með einkaþotu til fundarhalda. En gaman væri að sjá muninn á kostnaðinum á að leigja einkaþotu eða fara í almennu farþegaflugi. Sé kostnaðurinn minni eins og Geir vill meina þá finnst mér ekkert athugavert við þetta. En án þess að skoða málin ofaní kjölinn finnst mér barnalegt af þeim í Þursaflokknum að leigja sér þotu til að spila á tónleikum á Akureyri og nota sömu rök og Geir. Það er jú beint flug til Akureyrar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Brandari frá þorrablóti Frjálslynda flokksins
11.4.2008 | 17:56
Fékk þennan í pósti áðan og fannst hann helv. góður.
Fyrir nokkru síðan ákvað Iðntæknistofnun að láta yfirfara og breyta öllum netföngum hjá starfsmönnunum og var það gert þannig, að hver starfsmaður fékk netfang, sem var fyrstu þrír stafir í fornafni, fyrstu þrír stafir í eftirnafni og fyrstu þrír stafir í starfsheiti. Einn starfsmaðurinn mótmælti þessu harðlega, en á það var ekki hlustað og endaði það með því að starfsmaðurinn hætti hjá stofnuninni. Ástæðuna sjáum við í nafni mannsins, en hann hét Rúnar Karlsson, sérfræðingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á biðstofunni
10.4.2008 | 18:58
Í gærmorgun var ég stödd á læknabiðstofu og á meðan ég beið fletti ég ansi forvitnilegu blaði sem ber heitið Skakki turninn. Þetta er víst tímarit um allt og ekkert. Á einni síðunni voru frásagnir af dómum sem ýmist voru synjaðir eða kærandinn fékk eitthvað fyrir sinn snúð. Það sem var skrítið við þetta voru þau mál sem verið var að dæma í. Það er greinilegt að hægt er að fara með allan andsk. fyrir dóm. Dæmi: Kona ein fór í skaðabótamál við ekkju eina. En kærandinn hafði keyrt yfir mann ekkjunnar og þurft að horfa upp á hann láta lífið fyrir framan hana og fór það eitthvað ílla í hana Amma ein fór í mál við Disney World því að barnabörnin hennar höfðu séð Mikka Mús fara úr búningnum og þau ekki verið söm á eftir Að lokum var það ung kona sem fór í mál við veðurfréttamann sem hafði spáð góðu veðri einhvern tiltekinn dag. Unga konan fór því eitthvað fáklædd út en veðrið var víst ekki eins gott og spáð hafði verið, hún veiktist og þurfti að vera heima í einhverja daga og komst því ekki í vinnu. Já það er margt skrítið úti í þessum stóra heimi. Ég held að ég myndi nú ekki kaupa þetta blað en gott að hafa það á biðstofum landsins.
Bloggar | Breytt 12.4.2008 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)