Komin heim

Við mæðgur komum heim úr Reykjavík eftir 2 yndislegar vikur þar. Það er alltaf að verða erfiðara að kveðja fólkið sitt fyrir sunnan og fara austur. Undanfarið hef ég verið að hugsa alvarlega um það að flytja aftur til Reykjavíkur en ætli ég haldi ekki bara áfram að hugsa um það. Ég var dugleg í Rvk að hitta fólk sem ég hef ekki séð lengi, gamla skólafélaga. Það var æðislegt. Reycup fótboltamótið var líka bara frábært og þó að strákarnir okkar hafi ekki unnið stórsigra þá voru þeir rosalega flottir og góðir. Það er gaman að vera innanum svona marga unglinga og sjá hvað þetta eru flottir krakkar. Næsta helgi verðum við svo á Pæjumóti á Siglufirði og þar ætlar Karen mín að láta ljós sitt skína. Það verður örugglega mjög skemmtilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Góða skemmtun á Pæjumóti, væri nú alveg til í að vera þar með ykkur, það er með skemmtilegri fótboltamótum sem hægt er að fara á  en ReyCup var nú líka skemmtilegt, svolítið öðruvísi að vera á móti í borginni heldur en út á landi

Bjarney Hallgrímsdóttir, 5.8.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Erna Björk Svavarsdóttir

Takk sömuleiðis Sóley mín fyrir skemmtilegan hitting í Reykjavíkinni,,,,, og ég og Júlía fengum meira að segja að hitta þig tvisvar,,,, bara ÆÐI.

En með stelpudjammið þá stefnir allt í það að það verði laugardaginn 30. ágúst,,,,,,, en ég vona SVO MIKIÐ að þú komist samt.

Verð í bandi fljótlega. Kv. Erna

Erna Björk Svavarsdóttir, 7.8.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband