Færsluflokkur: Bloggar
Drífa sig svo
1.7.2007 | 00:02
vera þar einn dag þegar við komum aftur heim. Mig langar ekkert þangað
á meðan þetta hyski gengur laust.
![]() |
"London verður sprengd" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
á Eskifirði eru
30.6.2007 | 12:35
hins vegar tónleikar í dag, sem ég fer á,í Kirkju og menningarmiðstöðinni. Yfirskriftin er: Gospel með Deitru Farr og Andreu Gylfa ásamt Riot og Gospelkór Fjarðabyggðar ( nema að þeir séu kannski á Höfn svona miðað við færsluna hér á undan).
Á fimmtudagskvöldið fór ég á tónleika á Norðfirði með Djasssmiðju Austurlands, Ungum Djössurum af Austurlandi og Tríóinu Flís. Mjög skemmtilegir tónleikar þar á ferð.
Jæja þá er best að fara og setja á sig "andlit" því tónleikarnir byrja kl. 14.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er hún á Eskifirði?????
30.6.2007 | 12:17
Hornarfirði. En það skiptir þennan blaðamann greinilega ekki máli þegar
um er að ræða hátíðir úti á landi. Þær eru bara þarna einhversstaðar
fyrir utana höfuðborgina. Skamm skamm.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er farin að telja niður
27.6.2007 | 21:47
dagana þar til ég fer í sumarfrí. Ég heyrði í morgun í Óðni bróðir þar sem hann er staddur út í Tælandi og eftir smá verð ég þar með honum, jibí.
Ég var að hugsa út í minningargrein sem ég las í morgunbl. í gær. Í henni er faðir að kveðja unga dóttur sína sem lést af völdum fíkniefna. Sá eða sú sem reddaði henni þessum skammti ætti að fá dóm um manndráp. En það er bara mín skoðun.
Ég ætla að segja þetta nóg í kvöld er ekki í stuði fyrir meiri skriftir í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Best að láta drauma sína rætast
24.6.2007 | 19:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eitthvað þarf að gera
23.6.2007 | 15:16
hraðaksturs. En það er líka sorglegt að lesa hin ýmsu ljótu blogg sem
eru skrifuð við fréttir af þessu tagi. Það gagnast engum. Í kringum
eitt svona slys standa margir aðstandendur og vinir og það er nóg að
þurfa að bíða á milli vonar og ótta hvernig fólkinu sínu reiðir af þó
að ekki bætist ofaná sorgina leiðinda comment um viðkomandi á vefnum.
Ég hef oft hugsað út í hvað sé til ráða. Eitt af því sem ég hef velt
fyrir mér er hvort ekki væri gott að láta þá sem eru að taka ökupróf
dvelja einhvern tíma og annast fólk sem er inn á stofnunum vegna
bílslysa. Vona að þessu fólki sem og öðrum sem sárt eiga um að binda
nái sér eins vel og hægt er.
![]() |
Þungt haldin eftir umferðarslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þú hvarfst
22.6.2007 | 22:04
Þú hvarfst
þér sjálfum og okkur
hvarfst
inn í höfuð þitt
dyr eftir dyr luktust
og gátu ei opnast á ný
þú leiðst
hægt á brott
gegnum opnar bakdyr
bústaður sálarinnar
sál þín er frjáls
límkami þinn hlekkjaður
við líf
sem ekki er hægt að lifa
þú horfir framhjá mér
tómum augum
engin fortíð
engin framtíð
engin nútíð
við fegnum aldrei að kveðjast.
Tove Findal Bengtsson
snúið úr dönsku af Reyni Gunnlaugssyni
Þetta ljóð er mér hugstætt þessa dagana. Um þessar mundir eru tvö ár síðan Þröstur bróðir fór snögglega frá okkur og svo er hún elskuleg mamma mín að hverfa alltaf meira og meira frá okkur vegna hins ömurlega sjúkdóms alzheimers. En svona er þetta bara og ekkert við því að gera. Þetta verður víst að hafa sinn gang.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hver er munurinn á þessu
18.6.2007 | 23:14
![]() |
Dæmdur í 5½ árs fangelsi fyrir manndrápstilraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hneyksli
18.6.2007 | 23:08
![]() |
Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott að gera grín af sjálfri sér
15.6.2007 | 23:43
Það er til yndisleg saga um það þegar ég keyrði alveg sjálf til Seyðisfjarðar stuttu eftir að við fjölskyldan fluttum hingað austur. Ég er að hugsa um að deila henni með ykkur.
Það var á því herrans ári 1998 að hann Raggi minn varð 30 ára. Mig langaði að gefa honum eitthvað sérstakt. Þegar hann fermdist fékk hann í gjöf bát sem hann og afi hans höfðu smíðað (Raggi vissi ekki að hann ætti að fá bátinn þegar hann var að hjálpa afa sínum að smíða hann). Þegar unglingsárin helltust yfir Ragga þurfti hann pening og seldi bátinn. Ég man nú ekki hvernig en allavega fann ég eiganda bátsins á norðfirði hringdi í hann og gat talið hann á að selja mér bátinn, sem hann gerði. Þetta varð því afmælisgjöfin það árið. Raggi var að vinna á Seyðisfirði á þessum tíma og kom bara heim um helgar. Þar sem afmælið var í miðri viku varð ég náttúrulega að fara þangað með bréf upp á að Ragnar væri orðinn eigandi bátsins og afmælisköku. Ákveðið var að Karen yrði heima hjá ömmu en við Valdimar færum á Seyðisfj. (Ég vil taka það fram áður en lengra er haldið að Raggi á afmæli í febrúar og við fluttum austur í okt árið áður, semsagt 4 mánuðum áður og ég aldrei komið á Seyðisfj.) Raggi átti von á okkur seinnipartinn. Hann hafði reynt að lýsa leiðinni fyrir mér og sagði mér að beygja ætti til hægri rétt áður en kæmi í sjálfan bæinn á Egilsstöðum og keyra svo ca 30 km.og þá ætti Seyðisfj. að blasa við. Þegar ég beygði svo til hægri áður en komið var á Egilsst. stillti ég kílómetramælinn á núll og ætlaði að fylgjast með hvernær þessi Seyðisfj. kæmi. Semsagt eftir 30 km samkvæmt upplýsingum frá Ragga. Nú þegar mælirinn sýndi 30 km var ég stödd, ja ég veit ekki allveg hvar en þetta gat ekki verið Seyðisfj. Svo ég hélt áfram og áfram og hvergi neinn Seyðisfjörður. Hvaða rugl var þetta í Ragga, þetta er sko miklu meira en 30 km. Jæja ég hélt bara áfram og viti menn löngu löngu seinna blasti við bær. Hjúkket ég var komin. Ég spurði til vegar og var mér þá tjáð að ég væri stödd í Borgarfirði Eystri. Úps ég hafði semsagt gert eitthvað vitlaust og keyrði því eins og BRJÁLAÐINGUR til baka, Raggi átti jú von á mér seinnipartinn, sko þennan dag. Rétt áður en ég kom á Seyðisfj. varð Valdimar bílveikur, enda búinn að vera í þvílíkum loftköstum, og ældi sig allan út. Ok ok við komumst, ég eitthvað pínu pirruð án þess þó að sína það opinberlega, Valdimar útældur og klukkan eitthvað meira en seinnipartur. Þegar við svo hittum afmælisbarnið hafði hann orð á því hvað við höfðum verið lengi á leiðinni. Jú ég viltist aðeins varð mér á orði. Raggi hló og spurði Ekki fórstu alla leið á Eyða? Ég hugsaði með mér að fyrst hann sagði alla leið á Eyða hlyti alla leið á Borgarfjörð Eystri að vera mjög mikið svo ég sagði Nauts, ekki svo langt. Jæja Raggi varð ánægður með bátinn og heimleiðin var styttri. En þetta er nú ástæðan fyrir því að mér er ekkert vel við Borgarfjörðin. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að ég þorði að segja Ragga sannleikann og ég ætla ekki að lýsa því hvað hann hló mikið og gerir enn ef það er minnst á þetta. HHHHaaaallllóóó gamall brandari. En ég held að hann sé hættur að hlæja því í sumar þá villtist hann í Kringlunni. Heheheheheheheheh og ætlaði aldrei að komast þaðan út. Sá hlær best sem síðast hlær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)