Færsluflokkur: Bloggar
Að þróa vináttusamband
7.8.2007 | 20:34
vináttusamband upp á næsta level eins og hún orðaði það svo flott. Hún
er mikil áhugakona um scrap og færði mér scrapbook kit þegar ég kom
heim, já nú á að smita mig af þessu áhugamáli hennar. En þá fannst
henni kominn tími að við færum einnig að njóta saman minna áhugamála
svo að hún kom með mér í ræktina í dag og er stefnt á morgundaginn
líka. Þá eigum við bara eftir að finna tíma til að kenna mér á scrapið
og þá erum við komnar upp á annað level, heheheheheh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er verslunarmannahelgin lengur
7.8.2007 | 11:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komin heim
6.8.2007 | 23:11
Jæja þá fer nú að styttast í að sumarfríð klárast. Þetta líður allt ósköp hratt. Við mæðgur komum heim sl. fimmtudag og verð að segja að þó að ég hafi verið í burtu frá heimilinu í mánuð þá langaði mér bara alls ekkert heim. Úps skrítið.
Við vorum með annan fótinn á Neistaflugi um helgina og það var rosalega flott eins og alltaf. Valdimar var að spila 2x á laugardag og gekk það mjög vel. Við mæðginin vorum eitthvað að tala um drykkju eitt kvöldið og ég var að spyrja um þessa og hina krakka sem ég veit að eru farnir að drekka. Þegar ég spurði um einn strák sem við þekkjum sagði Valdimar " hann var bara búinn að drekka einn bjór" já gott hjá honum þar sem hann er nú BARA 15 ára. Það er orðið eitthvað svo eðlilegt að ungir krakkar séu farnir að drekka að þeir fela það ekki einu sinni heldur drekka bara fyrir framan alla og komast upp með það. Rosalega skrítið. Ég t.d. get ekki hugsað mér sem leikskólastjóri að drekka áfengi úti þar sem börn á leikskólanum geta verið. Ég er bara svona vitlaus. Ég er kannski bara að verða svona gamaldags í hugsun en þetta er bara mín skoðun.
Ein brandari í lokin. Veistu hvað skórinn sagði við hinn skóinn? Er líka reimt hjá þér. hehehehehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það vantar stefnuljós
2.8.2007 | 01:12

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nornabúðin
2.8.2007 | 00:27

![]() |
Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju með daginn elsku besta mamma
2.8.2007 | 00:13
Elsku besta mamma mín er hvorki meira né minna er 80 ára í dag. Dagurinn hefur verið mjög góður en það er sárt að sjá hvað mömmu hrakar alltaf meir og meir. Ég veit ekki hvort þessi dagur hafi verið meira sniðinn fyrir það sem við vildum eða það sem mamma vildi. Hún var allavega fegin að komast heim til sín og sagðist ætla að fara upp í rúm. Hún gerði sér ekki grein fyrir ( held ég ) út á hvað þetta gekk allt saman og hún var á fullu að reyna að vera með. Það er svo erfitt að geta ekki bara spurt hana hvað hún vill heldur er maður alltaf að reyna að vera eins og maður heldur að hún vilji. Þegar ég t.d. hringi í þau er það alltaf pabbi sem svarar og við tölum heilmikið saman. Svo vil ég fá að heyra í mömmu og þá vill hún ekkert tala í síman og pabbi hálf neyðir hana til að tala svo að ég verði ekki sár ( sem ég verð ekki, en svona eru nú allir að reyna að þóknast öllum) og þá hefur hún svo sem ekkert að segja og við tölum bara stutt. Og ég er alltaf að velta því fyrir mér hvort ég eigi bara að sleppa við að tala við hana í síman, en þá finnst mér ég vera að útiloka hana og það vil ég alls ekki. Best að ég ræði þetta við fagfólk um heilabilun. Já ég held að ég geri það bara og hætti þessu rugli hér, er hvort sem er löngu búin að missa þráðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Thailand
31.7.2007 | 20:51
Ferðin þangað var bara eitt ævintýri. Við skoðuðum og upplifðum svo margt á svo skömmum tíma að ég hef ekki enn melt þetta allt. Ég finn það þegar ég skoða myndirnar úr ferðalaginu að sumt á ég enn eftir að meðtaka svo stórfenglegt var það.
Við byrjuðum ferðina á að dvelja 6 daga á Hua hin á Marriot hóteli sem var hrein sæla. Eftir það var keyrt í 10 tíma í bæ sem heitir Surin og í þorp þar rétt hjá sem heitir Chan Pi er húsið sem Óðinn bróðir og Ey voru að láta byggja. Þegar við komum þangað var húsið fullt af vinum og ættingjum Ey og var allt á fullu að undirbúa veislu sem átti að vera daginn eftir. Farið var út í svínastíu og eitt svín sótt og því slátrað. Ég var sofnuð þegar þetta átti sér stað en Raggi vakti og tók myndir. Daginn eftir komu svo átta Budda munkar og sáu þeir um athöfn sem fólst í sér að blessa húsið. Eftir athöfnina voru alskyns kræsingar bornar á gólf ( já það var setið á gólfinu) og voru heilmargir úr þorpinu við athöfnina og vorum við útlendingarnir blessaðir í bak og fyrir. Þetta var heilmikil upplifun. Seinna um daginn fórum við að skoða Budda hof sem er rétt hjá húsinu og vorum við svo heppin að þar stóð yfir vígsla á nýjum Budda munki. Um var að ræða 21 árs gamlan strák. En þegar strákar í Thailandi ná þeim aldri verða þeir að velja á milli að fara í herinn í tvo mánuði eða í klaustur í jafn langan tíma. Það þótti heilmikill heiður að hafa okkur útlendingana með og voru teknar fullt af myndum af okkur og hinum ný kringda Budda munki. Þetta var mjög gaman. Allt fólkið sem maður kynntist á ferðalaginu var mjög elskulegt og kurteist og á maður eftir að sakna margra. Þegar dvölin í sveitinni var lokið fórum við í Bankok og vorum þar í fjórar nætur eða þar til tími var kominn að halda heim. Bankok er yfirþyrmandi stór og mikið af öllu en gaman að sjá hana. Síðasta kvöldið fórum við í siglingu um fljót og silgdum meðfram mörgum merkum og flottum byggingum sem voru upplýstar. Yndisleg kvöldstund og góður endapúnktur á yndislegri ferð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjölmiðlar
30.7.2007 | 22:55
Ég ætla ekki að tjá mig mikið um atburði helgarinnar sem voru hroðalegir en þarf samt að tjá mig smá um aðkomu fjölmiðla að þeim.
Það sló mig mjög þegar mbl. og stöð 2. voru með myndir af vettvangi skotárásar í gær, svo stuttu eftir að atburðurinn átti sér stað. Það voru birtar myndir af bíl fórnalambsins og tengsl hans við gerandann voru útskýrð svo fljótt að ég trúi því ekki að búið hafi verið að ná í alla nánustu aðstandendur. Skiptir það kannski ekki neinu máli lengur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjááá
26.7.2007 | 20:48
![]() |
Kötturinn með ljáinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég bara spyr
6.7.2007 | 09:20
Vonandi fær barnið vistun einhversstaðar langt í burtu frá sínum
ættingjum
![]() |
Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)