Gott að gera grín af sjálfri sér

Það er til yndisleg saga um það þegar ég keyrði alveg sjálf til Seyðisfjarðar stuttu eftir að við fjölskyldan fluttum hingað austur. Ég er að hugsa um að deila henni með ykkur. 

 

Það var á því herrans ári 1998 að hann Raggi minn varð 30 ára. Mig langaði að gefa honum eitthvað sérstakt. Þegar hann fermdist fékk hann í gjöf bát sem hann og afi hans höfðu smíðað (Raggi vissi ekki að hann ætti að fá bátinn þegar hann var að hjálpa afa sínum að smíða hann). Þegar unglingsárin helltust yfir Ragga þurfti hann pening og seldi bátinn. Ég man nú ekki hvernig en allavega fann ég eiganda bátsins á norðfirði hringdi í hann og gat talið hann á að selja mér bátinn, sem hann gerði. Þetta varð því afmælisgjöfin það árið. Raggi var að vinna á Seyðisfirði á þessum tíma og kom bara heim um helgar. Þar sem afmælið var í miðri viku varð ég náttúrulega að fara þangað með bréf upp á að Ragnar væri orðinn eigandi bátsins og afmælisköku. Ákveðið var að Karen yrði heima hjá ömmu en við Valdimar færum á Seyðisfj. (Ég vil taka það fram áður en lengra er haldið að Raggi á afmæli í febrúar og við fluttum austur í okt árið áður, semsagt 4 mánuðum áður og ég aldrei komið á Seyðisfj.) Raggi átti von á okkur seinnipartinn. Hann hafði reynt að lýsa leiðinni fyrir mér og sagði mér að beygja ætti til hægri rétt áður en kæmi í sjálfan bæinn á Egilsstöðum og keyra svo ca 30 km.og þá ætti Seyðisfj. að blasa við. Þegar ég beygði svo til hægri áður en komið var á Egilsst. stillti ég kílómetramælinn á núll og ætlaði að fylgjast með hvernær þessi Seyðisfj. kæmi. Semsagt eftir 30 km samkvæmt upplýsingum frá Ragga. Nú þegar mælirinn sýndi 30 km var ég stödd, ja ég veit ekki allveg hvar en þetta gat ekki verið Seyðisfj. Svo ég hélt áfram og áfram og hvergi neinn Seyðisfjörður. Hvaða rugl var þetta í Ragga, þetta er sko miklu meira en 30 km. Jæja ég hélt bara áfram og viti menn löngu löngu seinna blasti við bær. Hjúkket ég var komin. Ég spurði til vegar og var mér þá tjáð að ég væri stödd í Borgarfirði Eystri. Úps ég hafði semsagt gert eitthvað vitlaust og keyrði því eins og BRJÁLAÐINGUR til baka, Raggi átti jú von á mér seinnipartinn, sko þennan dag. Rétt áður en ég kom á Seyðisfj. varð Valdimar bílveikur, enda búinn að vera í þvílíkum loftköstum, og ældi sig allan út. Ok ok við komumst, ég eitthvað pínu pirruð án þess þó að sína það opinberlega, Valdimar útældur og klukkan eitthvað meira en seinnipartur. Þegar við svo hittum afmælisbarnið hafði hann orð á því hvað við höfðum verið lengi á leiðinni. „ Jú ég viltist aðeins“ varð mér á orði. Raggi hló og spurði „Ekki fórstu alla leið á Eyða?“  Ég hugsaði með mér að fyrst hann sagði alla leið á Eyða hlyti alla leið á Borgarfjörð Eystri að vera mjög mikið svo ég sagði „Nauts, ekki svo langt“. Jæja Raggi varð ánægður með bátinn og heimleiðin var styttri. En þetta er nú ástæðan fyrir því að mér er ekkert vel við Borgarfjörðin. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna að ég þorði að segja Ragga sannleikann og ég ætla ekki að lýsa því hvað hann hló mikið og gerir enn ef það er minnst á þetta. HHHHaaaallllóóó  gamall brandari. En ég held að hann sé hættur að hlæja því í sumar þá villtist hann í Kringlunni. Heheheheheheheheh og ætlaði aldrei að komast þaðan út. Sá hlær best sem síðast hlær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Tetta er snilldarsaga og eldist vel hehe.  Flott mynd af ter og gaman ad sja tig....... eg sakna tin.  Næst forum vid saman i fri!

Kristjana Atladóttir, 18.6.2007 kl. 08:25

2 identicon

Hahahaha mér finnst þetta alltaf jafn fyndin saga!!! Gott að hún er komin á prent svo ég geti lesið hana aftur og aftur og aftur og.......

Helena (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband