Fljúga hvítu fiðrildin

Þessi fyrirsögn er út úr öllu samhengi við þessa færslu, svona einsmikið út úr kú og menntamálaráðherra vor, þegar hún segist vera að íhuga að skreppa aftur á Ólympíuleikana. Auðvitað eru strákarnir í íslenska handboltaliðinu alveg æði og þeirra árangur hreint út sagt framúrskarandi en þeir hafa náð þetta langt án hennar nærveru hingað til. En ef hún á inni sumarfrí, borgar sjálf fyrir sig og sitt fólk og fær frí hjá sínum yfirmanni nú þá er þetta náttúrulega bara allt í fína. Hún verður þá að hafa samband við sinn yfirmann ekki seinna en strax, (þó að ég sem yfirmaður er ekki ánægð þegar mitt starfsfólk hringi heim til mín til að biðja um frí) því flugið tekur rúman sólarhring og hún hefur varla þann tíma.

 

En áfram ÍslandWizard 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sammála - svo eru Óli og Dorrit þarna, það er alveg nóg finnst mér, og standa sig vel í að fagna með strákunum - en ef ráðherra íþróttamála vill fara skal hún borga sjáf takk...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 20.8.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband