Blogg andinn týndist.

Vá er að horfa á danskeppni á stöð 2, og þvílík snilld.

Já ég hef fengið að heyra það að ég hef ekki verið nógu dugleg að skrifa hér en reyni að taka mig á. Hehehehe ég tala bara eins og ég sé undir mikilli pressu.

Ég fór í höfuðborgina og var þar í 8 daga. Það getur verið 100% starf að vera með foreldra sína inn á elliheimili. Það er margt sem ég er ekki ánægð í sambandi við þá þjónustu sem þau fá en ég held að ég leggi ekki í þá umræðu hér, allavega ekki núna.

Nú er skólinn byrjaður og það hefur verið mikið að gera í vinnunni, en það er bara gaman að hafa nóg að gera. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna á eins yndislegum vinnustað eins og leikskóli er.

Ég ætla að kveðja í bili. 

 


Merkileg settning og segir allt sem segja þarf

Græða þurfti plaststykki efst á höfuðkúpu mannsins eftir að kæliskápur á sjúkrahúsinu, þar sem aðgerðin var framkvæmd, bilaði.

En þegar lengra er lesið þá skilur maður þetta allt betur. Eða allvega fyrir þá sem eru með hausinn í lagi. 


mbl.is Missti hluta höfuðsins í heilaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alveg hundleiðinlegt

en hvað í raun kemur þetta okkur við. Ég meina þetta er inn á mest lesið í mogganum og þetta erum við að lesa. Til hvers? Já ég veit að ég er ein af þeim sem las þetta.

Það var verið að ræða það, þar sem ég var, um daginn að fréttir er oft ófréttnæmar. En það er náttúrulega persónubundið hvað er fréttnæmt og hvað ekki. Því fannst mér gaman að skoða þessa frétt með þetta að leiðarljósi.

Ég vona að konunni líði vel og hundinum og við getum verið þakklát að ekki fór verr.


mbl.is Eigandinn beinbrotnaði og tvísýnt um líf hundsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Puerta

Mikið rosalega er þetta sorglegur atburður. Og því miður ekki einsdæmi í heimi íþróttana.
mbl.is Puerta, leikmaður Sevilla, er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir úr borginni

Eins og kemur fram í commentum í færslunni hér á undan þá er ég stödd í höfuðborginni. Tilgangur ferðarinnar er að fara í innilotu í skólanum og að fundast yfir stöðu mála hjá foreldrum mínum, með fólki sem annast þau.

Ég á núna t.d. að vera að lesa um megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir en þess í stað þjáist ég af heilmiklum athyglisbresti og því er ég allt í einu stödd í bloggheimum.

Ég hef ekki enn lent í neinum hópslagsmálum eða neitt þessháttar þó að það sé greinilega mjög inn þessa dagana hér á þessum slóðum. Hef reyndar haldið mig í grend við mjög svo þæginlegt fólk sem er seint til einhverja átaka, enda dvalið mest á Hrafnistu, þar sem foreldrar mínir búa.

Í gær skrapp ég í klippingu. Þegar ég og stúlkan sem klippti mig fórum að ræða saman kom í ljós að hún og maðurinn hennar eru að hugsa um að flytja á Eskifjörð og höfðu kvöldið áður verið að skoða aðstæður á netinu og þar á meðal leikskólann. Ég sagði henni að ég væri leikskólastjóri á leikskólanum og ef henni vantaði einhverjar upplýsingar þá bara endilega skyldi hún nota tækifærið og spyrja um allt það sem hún þyrfti að vita. Þegar ég fór var ég nánast búin að lofa henni leikskólaplássi fyrir dóttir sína, talaði óskaplega vel um Álverið (en þar hefur maðurinn hennar hugsað sér að vinna) og taldi henni trú um að alltaf væri þörf á fleirum í hárgreiðslugeiranum fyrir austan. Síðan kvöddumst við með þeim orðum að við sæjumst næst á Eskifirði. Skemmtileg tilviljun. Ætli ég fái einhverja fyrirgreiðslu hjá Fjarðabyggð ef úr rætist og til okkar flytur flott fólk bara afþví að ég fór í klippingu. Hún kostaði sko ekki lítið.


Hvað er að ske. Er það lægðin yfir landinu?

Eins og svo oft áður var fréttatími sjónvarpsins ein sorgarsaga með örlitlum undartekningum. Hvað er að fólki ég bara spyr. En fæ víst engin svör.

Og eitt enn, kannski ekki þessu hér að framan viðkomandi en þó. Auglýsingin um allt fólkið sem hagar sér eins og ég veit ekki hver að taka niður loftnet og sjónvarpsdiska því nú þarf ekkert svona drasl ef þú kaupir þér allt afþreyingarefni sjónvarps í gegnum símann. En er ekki önnur leið til að taka þetta allt niður. Þarf að mæta á svæðið vopnaður ýmsum tækjum og tólum og ganga svo bersersgang. Skil ekki allveg samhengið í þessari aulýsingu eða finnst hún allavega mjög furðuleg.

Kannski ekkert skrítið að fólk láti svo eins og óhemjur þegar út í lifið er komið.


Að sjá björtu hliðarnar á tilverunni

Ég hef í tvö ár verið að vinna mikið með sjálfa mig og að læra að kynnast hver ég er. Þetta hljómar kannski furðulega en ég á mjög auðvelt með að gleyma því hver ég er og hverjar eru mínar þarfir. Það er oft svo miklu auðveldara að hugsa um alla hina. Kannski er ástæðan sú að manni var kennt að hugsa fyrst um aðra og svo um sig, annað væri sjálfselska. Sem betur fer hef ég nú lært eitthvað á þessum tveim árum og get betur gert mér grein fyrir hvað það er sem ég get gert til að njóta alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða. Það að rækta með sér jákvætt hugarfar er mjög mikilvægt. Neikvæðni er mikill orkuþjófur, bæði fyrir þann sem þjáist af neikvæðni og eins fyrir hina sem þurfa að umgangast þann neikvæðna. Það eru oft á tíðum ólíklegustu hlutir sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Hlutir sem við getum á engan hátt breytt en samt látið þá hafa áhrif á líðan manns. Gott dæmi eru allir þessir ótrúlega "leiðinlegu" bílstjórar sem eru allsstaðar í umferðinni og geta með engu móti gert það sem við viljum að þeir geri. Og við æsum okkur og bölvum og komumst jafnvel í vont skap. Á meðan keyra þessir bílstjórar í burtu frá okkur og fá aldrei að vita hvaða afleiðingar það hafði á okkur að vera samferða þeim í umferðinni. Kannski þegar heim er komið bitnar þetta vonda skap á þeim sem heima eru og brátt eru allir orðnir pirraðir og leiðir og allt einhverjum "leiðinlegum" bílstjóra að kenna sem er jafnvel kominn heim til sín og í ljómandi góðu skapi.

Ef við verðum fyrir því óhappi að þyrnar stingast í fingur okkar, erum við fljót að taka þá svo þeir valda ekki meiri skaða en komið er. En hvað gerum við þegar þyrnar reiði og haturs stingast inn í sál okkar. Erum við þá jafn fljót að taka þá áður en þeir valda meiri skaða?

Ég tel að við eigum að njóta þess að vera til og lifa lífinu lifandi. Við eigum jafnvel bara eitt líf og því er um að gera að nýta þann tíma sem okkur er gefinn vel.


Getur verið

að klukkan um helgar gangi helmingi hraðar en á virkum dögum?

Helgin er búin að vera þrælfín. Í gær tók ég mig til og byrjaði að glugga í skólabækur og las um aðferðafræði og menntarannsóknir en ég fer í kúrs sem ber þetta skemmtilega nafn þessa önn. Eins og ævinlega í upphafi skólaárs er ég með stórar áætlanir um að nú skuli þetta gert af skynsemi. Lært reglulega og ekki farið í að gera verkefni korter fyrir skil. Það verður gaman að sjá hvernig gengur.

Í dag fórum við stórfjölskyldan, samtals 7 stykki, í berjamó. Það var mjög gaman og afraksturinn heilmikill. Nú verður sultað og búin til saft og berjavín. Enda nóg til af berjum. Ég hef aldrei séð svona mikið af berjum og þurftum við bara að fara aðeins uppfyrir bæinn.                                                                                     

Þegar heim var komið var grillað og öllum boðið í mat + tengdaforeldrunum. Mér finnst svo gaman að hafa húsið stundum fullt af fólki.

Þegar matargestirnir voru farnir komu Kristjana og Pétur í kaffi.

Semsagt líf og fjör alveg eins og ég vil hafa þetta.


Halla Rut og hennar barátta

Hér er hægt að lesa frásögn móður um baráttu sína við að fá inn á leikskóla fyrir dreng sinn sem er einhverfur. Þessi frétt birtist reyndar í júlí en ég var að lesa bloggsíðu Höllu fyrr í kvöld og rakst þá inn á umfjöllun hennar um þetta mál. Á heimasíðunni er linkur inn á bréf sem hún sendi yfirstjórn leikskóla í Reykjavík. Vildi bara vekja athygli ykkar á þessu málefni. Önnur bloggvinkona mín skrifaði um sína baráttu og hef ég séð margar færslur á netinu þar sem fólk er að lýsa samskonar sögum. Ég bara spyr á hvaða tímum lifum við. Ég tek það fram að báðar þessar konur eru að tala um daginn í dag en ekki aðstæður sem voru við lýði á Íslandi á fyrrihluta síðustu aldar.


Heimilisstörfin

ganga enn mjög vel,  þrátt fyrir hnuss, ohh, ýmis svipbrygði og þramm í tröppum. Tek það fram að eiginmaðurinn stendur sig mjög vel. Taldi það nú ekki stór mál að setja í þvottavél þegar við stelpurnar áttum þvottinn. Ég á yndislega fjölskylduSmile

Mjög oft lendi ég í skemmtilegum umræðum með ýmsu fólki. Þá kemur oft sú hugsun "Já þetta verð ég að blogga um og deila þessu með ykkur". En viti menn, þegar heim er komið er gjörsamlega slökkt á allri heilastarfsemi og allt það viskulega og allir þeir frábæru hlutir sem ég ætlaði að segja ykkur eru einfaldlega horfnir.  

Við vinkonurnar vorum t.d að hugleiða hvaða áhrif bókin "Barnagælur" hafði á okkur. Mjög svo ógeðfelld bók sem margir hafa ekki getað lesið til enda. Bókin byrjar á kynlífsatriði sem er lýst á erótískan hátt. Þegar líður á lesturinn kemur í ljós að um er að ræða misnotkun á barni. Það sem við veltum fyrir okkur var: hvernig er hægt að lýsa misnotkun á barni á erótískan hátt? Höfundur bókarinnar er samt að lýsa atburðum með sjónarhóli gerandans sem upplifir atburðinn á þennan hátt. Hafið þið lesið þessa bók og ef já hvað fannst ykkur? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband