Ég hélt
14.8.2007 | 20:08
óskaplega góða ræðu við kvöldmatarborðið í gærkveldi, eftir að hafa eldað dýrindis hamborgara.
En áður var ég búin að vera í ræktinni, heita pottinum og sjálfsögðu verið í vinnunni (ótrúlega öflug).
Jæja ræðan hljóðaði svo: Svona verður þetta.
Við stelpurnar sjáum um eldhúsið í dag og strákarnir um þvottinn. Næsta dag skiptum við og svo koll af kolli.
Meðlimir fjölskyldunar skulu ætíð bera mikla virðingu fyrir öðrum fjölskyldumeðlimum (með öðrum orðum: ekkert dýr má éta annað dýr. Sko innan fjölskyldunar).
Eftir ræðuna, sem engum datt í hug að vera ósammála (nú eða þorði ekki, eða hreinlega nennti því ekki með von um að ég myndi gleyma þessu hvort sem er eftir nokkra daga) fórum við stelpurnar eins og ajax stormsveipur um eldhúsið og strákarnir önnum kafnir í að brjóta saman þvott. Ég leit stollt yfir hjörð mína og hugsaði: mikið rosalega er ég klár. Þau vita ekki að þetta er aðeins byrjunin. Þegar þetta er orðið öllum jafn tamt og að anda mun ég auka jafnt og þétt þau verk sem unnin skulu saman. (þetta er eina skiptið sem ég er glöð yfir að þau nenna ekki að lesa bloggið mitt).
Jæja unglingurinn hringdi í mig í dag og bað mig um að fara í búð. Ég minnti hann á að strákarni ættu eldhúsið og ef eitthvað þyrfti að kaupa væri það í þeirra verkarhring. (Taka skal fram að ég hafði undirstungð við manninn minn í gærkveldi hvað þeir skyldu elda. Þetta gerði ég ekki til að stjórnast heldur af einskærri vantrú á að þeir kæmu sér saman um eitthvað.) Unglingurinn saup kveljur og tjáði mér að honum þætti mjög leiðinlegt að versla með föður sínum. Hann hélt áfram: "Æi hann kaupir alltaf bara það ALLRA nauðsynlegasta, en ekki svona allskonar auka dót eins og eins og þú mamma" Síðan reyndi hann fá mig til að kaupa pizzu til að setja í ofninn. Ég ætti nú ekki að ráða hvað væri í matinn þegar þeir ættu eldhúsið (allveg sammála, en of auðveldlega sloppið). Þegar ég kom heim gerði ÉG innkaupalistann(hehehehehehehehehe) og sendi þá í búðina. Þegar þeir komu heim útlistaði unglingurinn fyrir mér hversu mjög svo ömurlegar þessar reglur um að hjálpa til á heimilinu væru. "Þið eruð foreldrar og EIGIÐ bara að gera þetta"
Ætli hann fái ekki að ryksuga líka á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Einelti á vinnustöðum
8.8.2007 | 13:08
vinnustað. Mér hefur fundist aðdáunarvert hjá þeim sem hafa komið fram
og tjáð sig án nafnleyndar. Í Blaðinu í dag er svo grein eftir Kolbrúnu
Bergþórsdóttur sem gerir heldur lítið úr því fólki sem hefur líst yfir
hvernig ástandið er á viðkomandi vinnustað. Það er leitt að svona mál
séu gerð að fjölmiðlamáli en ég er viss um að þetta er því miður
staðreynd að einelti á sér stað víðs vegar. Mér finnst því umfjöllun
Kolbrúnar alls ekki viðeigandi og ekki henni sæmandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er
8.8.2007 | 11:51

![]() |
Ný klámmynd byggð á ólifnaði Lindsay Lohan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Veit ekki
8.8.2007 | 11:45
eðlilegt að þjálfarar fylgsist með sínum mönnum, en hvað veit ég.
![]() |
Kona Fergusons meinar honum að fylgjast með sínum mönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að þróa vináttusamband
7.8.2007 | 20:34
vináttusamband upp á næsta level eins og hún orðaði það svo flott. Hún
er mikil áhugakona um scrap og færði mér scrapbook kit þegar ég kom
heim, já nú á að smita mig af þessu áhugamáli hennar. En þá fannst
henni kominn tími að við færum einnig að njóta saman minna áhugamála
svo að hún kom með mér í ræktina í dag og er stefnt á morgundaginn
líka. Þá eigum við bara eftir að finna tíma til að kenna mér á scrapið
og þá erum við komnar upp á annað level, heheheheheh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er verslunarmannahelgin lengur
7.8.2007 | 11:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komin heim
6.8.2007 | 23:11
Jæja þá fer nú að styttast í að sumarfríð klárast. Þetta líður allt ósköp hratt. Við mæðgur komum heim sl. fimmtudag og verð að segja að þó að ég hafi verið í burtu frá heimilinu í mánuð þá langaði mér bara alls ekkert heim. Úps skrítið.
Við vorum með annan fótinn á Neistaflugi um helgina og það var rosalega flott eins og alltaf. Valdimar var að spila 2x á laugardag og gekk það mjög vel. Við mæðginin vorum eitthvað að tala um drykkju eitt kvöldið og ég var að spyrja um þessa og hina krakka sem ég veit að eru farnir að drekka. Þegar ég spurði um einn strák sem við þekkjum sagði Valdimar " hann var bara búinn að drekka einn bjór" já gott hjá honum þar sem hann er nú BARA 15 ára. Það er orðið eitthvað svo eðlilegt að ungir krakkar séu farnir að drekka að þeir fela það ekki einu sinni heldur drekka bara fyrir framan alla og komast upp með það. Rosalega skrítið. Ég t.d. get ekki hugsað mér sem leikskólastjóri að drekka áfengi úti þar sem börn á leikskólanum geta verið. Ég er bara svona vitlaus. Ég er kannski bara að verða svona gamaldags í hugsun en þetta er bara mín skoðun.
Ein brandari í lokin. Veistu hvað skórinn sagði við hinn skóinn? Er líka reimt hjá þér. hehehehehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það vantar stefnuljós
2.8.2007 | 01:12

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nornabúðin
2.8.2007 | 00:27

![]() |
Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju með daginn elsku besta mamma
2.8.2007 | 00:13
Elsku besta mamma mín er hvorki meira né minna er 80 ára í dag. Dagurinn hefur verið mjög góður en það er sárt að sjá hvað mömmu hrakar alltaf meir og meir. Ég veit ekki hvort þessi dagur hafi verið meira sniðinn fyrir það sem við vildum eða það sem mamma vildi. Hún var allavega fegin að komast heim til sín og sagðist ætla að fara upp í rúm. Hún gerði sér ekki grein fyrir ( held ég ) út á hvað þetta gekk allt saman og hún var á fullu að reyna að vera með. Það er svo erfitt að geta ekki bara spurt hana hvað hún vill heldur er maður alltaf að reyna að vera eins og maður heldur að hún vilji. Þegar ég t.d. hringi í þau er það alltaf pabbi sem svarar og við tölum heilmikið saman. Svo vil ég fá að heyra í mömmu og þá vill hún ekkert tala í síman og pabbi hálf neyðir hana til að tala svo að ég verði ekki sár ( sem ég verð ekki, en svona eru nú allir að reyna að þóknast öllum) og þá hefur hún svo sem ekkert að segja og við tölum bara stutt. Og ég er alltaf að velta því fyrir mér hvort ég eigi bara að sleppa við að tala við hana í síman, en þá finnst mér ég vera að útiloka hana og það vil ég alls ekki. Best að ég ræði þetta við fagfólk um heilabilun. Já ég held að ég geri það bara og hætti þessu rugli hér, er hvort sem er löngu búin að missa þráðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)