Blogg andinn týndist.

Vá er að horfa á danskeppni á stöð 2, og þvílík snilld.

Já ég hef fengið að heyra það að ég hef ekki verið nógu dugleg að skrifa hér en reyni að taka mig á. Hehehehe ég tala bara eins og ég sé undir mikilli pressu.

Ég fór í höfuðborgina og var þar í 8 daga. Það getur verið 100% starf að vera með foreldra sína inn á elliheimili. Það er margt sem ég er ekki ánægð í sambandi við þá þjónustu sem þau fá en ég held að ég leggi ekki í þá umræðu hér, allavega ekki núna.

Nú er skólinn byrjaður og það hefur verið mikið að gera í vinnunni, en það er bara gaman að hafa nóg að gera. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna á eins yndislegum vinnustað eins og leikskóli er.

Ég ætla að kveðja í bili. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Vér fögnum endurkomu yðar.

Kristjana Atladóttir, 7.9.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband