Thailand

Ferðin þangað var bara eitt ævintýri. Við skoðuðum og upplifðum svo margt á svo skömmum tíma að ég hef ekki enn melt þetta allt. Ég finn það þegar ég skoða myndirnar úr ferðalaginu að sumt á ég enn eftir að meðtaka svo stórfenglegt var það.
Við byrjuðum ferðina á að dvelja 6 daga á Hua hin á Marriot hóteli sem var hrein sæla. Eftir það var keyrt í 10 tíma í bæ sem heitir Surin og í þorp þar rétt hjá sem heitir Chan Pi er húsið sem Óðinn bróðir og Ey voru að láta byggja. Þegar við komum þangað var húsið fullt af vinum og ættingjum Ey og var allt á fullu að undirbúa veislu sem átti að vera daginn eftir. Farið var út í svínastíu og eitt svín sótt og því slátrað. Ég var sofnuð þegar þetta átti sér stað en Raggi vakti og tók myndir. Daginn eftir komu svo átta Budda munkar og sáu þeir um athöfn sem fólst í sér að blessa húsið. Eftir athöfnina voru alskyns kræsingar bornar á gólf ( já það var setið á gólfinu) og voru heilmargir úr þorpinu við athöfnina og vorum við útlendingarnir blessaðir í bak og fyrir. Þetta var heilmikil upplifun. Seinna um daginn fórum við að skoða Budda hof sem er rétt hjá húsinu og vorum við svo heppin að þar stóð yfir vígsla á nýjum Budda munki. Um var að ræða 21 árs gamlan strák. En þegar strákar í Thailandi ná þeim aldri verða þeir að velja á milli að fara í herinn í tvo mánuði eða í klaustur í jafn langan tíma. Það þótti heilmikill heiður að hafa okkur útlendingana með og voru teknar fullt af myndum af okkur og hinum ný kringda Budda munki. Þetta var mjög gaman. Allt fólkið sem maður kynntist á ferðalaginu var mjög elskulegt og kurteist og á maður eftir að sakna margra. Þegar dvölin í sveitinni var lokið fórum við í Bankok og vorum þar í fjórar nætur eða þar til tími var kominn að halda heim. Bankok er yfirþyrmandi stór og mikið af öllu en gaman að sjá hana. Síðasta kvöldið fórum við í siglingu um fljót og silgdum meðfram mörgum merkum og flottum byggingum sem voru upplýstar. Yndisleg kvöldstund og góður endapúnktur á yndislegri ferð.


Fjölmiðlar

Ég ætla ekki að tjá mig mikið um atburði helgarinnar sem voru hroðalegir en þarf samt að tjá mig smá um aðkomu fjölmiðla að þeim.

Það sló mig mjög þegar mbl. og stöð 2. voru með myndir af vettvangi skotárásar í gær, svo stuttu eftir að atburðurinn átti sér stað. Það voru birtar myndir af bíl fórnalambsins og tengsl hans við gerandann voru útskýrð svo fljótt að ég trúi því ekki að búið hafi verið að ná í alla nánustu aðstandendur. Skiptir það kannski  ekki neinu máli lengur?


Mjááá

Getur verið að fólkið hafi fengið bráðaofnæmi vegna kisu??? Nei maður spyr sig.

mbl.is Kötturinn með ljáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara spyr

ef þessi viðbjóður var með forræðið hvernig manneskja er þá móðirin.
Vonandi fær barnið vistun einhversstaðar langt í burtu frá sínum
ættingjum
mbl.is Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drífa sig svo

í að ná þessum vitleysingjum, ég á að millilenda í London eftir viku og
vera þar einn dag þegar við komum aftur heim. Mig langar ekkert þangað
á meðan þetta hyski gengur laust.
mbl.is "London verður sprengd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

á Eskifirði eru

hins vegar tónleikar í dag, sem ég fer á,í Kirkju og menningarmiðstöðinni. Yfirskriftin er: Gospel með Deitru Farr og Andreu Gylfa ásamt Riot og Gospelkór Fjarðabyggðar ( nema að þeir séu kannski á Höfn svona miðað við færsluna hér á undan).

Á fimmtudagskvöldið fór ég á tónleika á Norðfirði með Djasssmiðju Austurlands, Ungum Djössurum af Austurlandi og Tríóinu Flís. Mjög skemmtilegir tónleikar þar á ferð.

Jæja þá er best að fara og setja á sig "andlit" því tónleikarnir byrja kl. 14.  


Nú er hún á Eskifirði?????

Er þetta djók eða hvað? Humarhátið er og hefur alltaf verið á Höfn í
Hornarfirði. En það skiptir þennan blaðamann greinilega ekki máli þegar
um er að ræða hátíðir úti á landi. Þær eru bara þarna einhversstaðar
fyrir utana höfuðborgina. Skamm skamm.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er farin að telja niður

dagana þar til ég fer í sumarfrí. Ég heyrði í morgun í Óðni bróðir þar sem hann er staddur út í Tælandi og eftir smá verð ég þar með honum, jibí.

Ég var að hugsa út í minningargrein sem  ég las í morgunbl. í gær. Í henni er faðir að kveðja unga dóttur sína sem lést af völdum fíkniefna. Sá eða sú sem reddaði henni þessum skammti ætti að fá dóm um manndráp. En það er bara mín skoðun.

Ég ætla að segja þetta nóg í kvöld er ekki í stuði fyrir meiri skriftir í bili. 


Best að láta drauma sína rætast

Síðan ég man eftir mér hefur mig langað að fara út og starfað á munaðarleysingjarhæli einhversstaðar út í Afríku. Ég talaði oft um þetta sem krakki. Ég er á þeirri skoðun að allir hafa gott af því að sjá hvernig lífsgæðunum er misskipt og læra á þann hátt að sætta sig við það sem maður á. Kannski að það ætti að vera skyldufag í skólum að þurfa að vinna á munaðarleysingjarhæli eða við einhverja uppbyggingu, skóla eða sjúkrahúsa, úti í þeim löndum sem það þarf. Það er svo auðvelt að slökkva á sjónvarpinu þegar verið að tala um þessi mál og hugsa um eitthvað annað sem þæginlegra. Já það er komin tími á að hætta að hugsa um þetta, það er komin tími á að gera eitthvað í hlutunum.

Eitthvað þarf að gera

Þetta slys er hræðilegt eins og öll hin slysin sem hafa orðið vegna
hraðaksturs. En það er líka sorglegt að lesa hin ýmsu ljótu blogg sem
eru skrifuð við fréttir af þessu tagi. Það gagnast engum. Í kringum
eitt svona slys standa margir aðstandendur og vinir og það er nóg að
þurfa að bíða á milli vonar og ótta hvernig fólkinu sínu reiðir af þó
að ekki bætist ofaná sorgina leiðinda comment um viðkomandi á vefnum.
Ég hef oft hugsað út í hvað sé til ráða. Eitt af því sem ég hef velt
fyrir mér er hvort ekki væri gott að láta þá sem eru að taka ökupróf
dvelja einhvern tíma og annast fólk sem er inn á stofnunum vegna
bílslysa. Vona að þessu fólki sem og öðrum sem sárt eiga um að binda
nái sér eins vel og hægt er.
mbl.is Þungt haldin eftir umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband