Til hamingju með daginn elsku besta mamma

Elsku besta mamma mín er hvorki meira né minna er 80 ára í dag. Dagurinn hefur verið mjög góður en það er sárt að sjá hvað mömmu hrakar alltaf meir og meir. Ég veit ekki hvort þessi dagur hafi verið meira sniðinn fyrir það sem við vildum eða það sem mamma vildi. Hún var allavega fegin að komast heim til sín og sagðist ætla að fara upp í rúm. Hún gerði sér ekki grein fyrir ( held ég ) út á hvað þetta gekk allt saman og hún var á fullu að reyna að vera með. Það er svo erfitt að geta ekki bara spurt hana hvað hún vill heldur er maður alltaf að reyna að vera eins og maður heldur að hún vilji. Þegar ég t.d. hringi í þau er það alltaf pabbi sem svarar og við tölum heilmikið saman. Svo vil ég fá að heyra í mömmu og þá vill hún ekkert tala í síman og pabbi hálf neyðir hana til að tala svo að ég verði ekki sár ( sem ég verð ekki, en svona eru nú allir að reyna að þóknast öllum) og þá hefur hún svo sem ekkert að segja og við tölum bara stutt. Og ég er alltaf að velta því fyrir mér hvort ég eigi bara að sleppa við að tala við hana í síman, en þá finnst mér ég vera að útiloka hana og það vil ég alls ekki. Best að ég ræði þetta við fagfólk um heilabilun. Já ég held að ég geri það bara og hætti þessu rugli hér, er hvort sem er löngu búin að missa þráðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Takk fyrir það og eigðu góðan dag. Gott að heyra að pabbi þinn er að hressast.

Sóley Valdimarsdóttir, 2.8.2007 kl. 00:41

2 identicon

Hæ Sóley mín og til hamingju með mömmu þína. Ég vissi ekki að þú værir bloggari, annars væri ég daglegur gestur á blogginu þínu :-) og verð það auðvitað héðan í frá. Skilaðu góðri kveðjur frá mér til Valda og Gunnu. Hafðu það sem bestast.

Lára Kristín Sturludóttir (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: Kristjana Atladóttir

Til hamingju með mömmu þína. Ég veit þetta er þér erfitt mín kæra.  Hugs.

Kristjana Atladóttir, 2.8.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband