Á fætur í Fjarðabyggð

Á fætur í Fjarðabyggð var yfirskrift af frábærri gönguviku hér í Fjarðabyggð sem lauk í gær á lokakvöldvöku inn í Ranndólfssjóhúsi. Þessa viku var stanslaus dagskrá frá morgni til kvölds, gönguferðir með farastjórn, náttúruskóli fyrir börn og svo kvöldvökur með varðeld og söng. Við tókum þátt í flestum kvöldvökunum og svo fórum við mæðgur í göngu í gær. Þá var gengið frá Karlsskála fyrir Krossanes og til Vöðlavíkur. í Karlsskálaskriðum var gengið að flaki þýskrar orustuflugvélar, Henkel 111, sem fórst þar árið 1941. Síðan var gengið áfram um Krossarnesskriður og Kirkjubólsskriður til Vöðlavíkur. Þar fengum við heitt súkkulaði og nýbakaðar lummur í skála ferðafélagsins. Ofsalega skemmtileg ferð og er skrokkurinn að jafna sig í dag, enda ekki vanur svona átökum. Gangan tók um 6 klukkutíma og lengst af var gegnið í halla í kindaslóðum. Á síðu Helga Garðars er hægt að sjá nokkrar myndir frá kvöldvökunum sem ýmist fóru fram á Mjóeyri eða inn í Rannólfssjóhúsi. Þetta var frábært framtak hjá þeim sem að þessu stóðu.

100_2304

 

 

 

 

 

 

Hópurinn hjá orustuflugvélinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skemmtilegar myndir - Ég þekkti engan

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Ég kem næsta sumar í gönguviku, stenst ekki svona flott prógramm 

Ég kannaðist við eina manneskju - og hélt ég hefði séð frægan piparsvein í faðmlögum, en við nánari skoðun var þetta ekki hann, haha

LKS - hvunndagshetja, 30.6.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband