Sóley Valdimarsdóttir

Ég er fædd 14.03 1969 og er yngst af fimm systkinum. Fjórum bræðrum og svo kom ég alveg í blálokin en þá voru foreldrar mínir 42 ára. Tveir af þessum bræðrum eru hálfbræður. Annar uppalinn hjá ömmu minni og afa en hinn, sem var 24 árum eldri en ég, drukknaði þegar ég var tveggja ára gömul.

Mömmu var nú ráðlagt að eyða þessu fyrirbæri (mér) en hún tók það nú ekki í mál. Og hún lét sig hafa það, þessi elska, þrátt fyrir erfiða meðgöngu. En hún fékk nú líka fjögurra mánaða hvíld frá mér strax eftir fæðingu. Þannig var að ég fæddist í Vestmanneyjum og var víst ekki eins og flest börn eru við fæðingu og þótti ráðlegt að skíra mig í hvelli og koma mér svo til höfuðborgarinnar. Í þá daga var víst ekkert vel séð að foreldrar væru með börnum sínum inni á spítölum svo mamma greyið fékk víst ekkert að sjá mig fyrr en löngu seinna.  Þröstur bróðir sem þá var sex ára fór að gráta (vill nú ekki viðurkenna það í dag) þegar mamma kom ein af fæðingardeildinni því hann hélt að ég væri dáin. En auðvitað hristi ég þetta af mér þar sem mig langaði svo mikið að fá að vera með í þessu lífi. Og er það búið að vera ein skemmtireysa hingað til. Fyrir 10 árum fluttum við hjónin austur á Eskifjörð. Þó að mér fynnist yndislegt að búa hér fyrir austan vantar mig mömmu og pabba oft voða mikið, en það er ekki hægt að fá allt. Nú eru þau orðin 80 ára og mamma komin með Alzheimer, og þar sem ég er nú eina stelpan er ég stundum alveg viss um að þau þurfi alveg ótrúlega mikið á mér að halda. En við eigum okkar góðu stundir saman og hringjumst oft. En ég er og hef alltaf verið viss að það er ég sem á lang bestu foreldra í heimi.

Já og vel á minnst ég er gift Ragnari Grétarssyni (Ragga í Brú) og eigum við samtals þrjú börn: Steinun Mist sem er 17 ára og býr í Usameð móður sinni, Valdimar sem verður 14 ára á þessu ári og Karen Ósk sem verður 11 ára á þessu ári. Ég útskrifaðist sem leikskólakennari 2004 frá Háskólanum Akureyri. Tók við stöðu leikskólastjóra í leikskólanum Dalborg á Eskifirði desember 2005. Er núna í stjórnunarnámi frá Kennaraháskólanum.

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Sóley Valdimarsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband