Ég man þegar vinkonur

mömmu voru oft að segja við mig, þegar ég var yngri, nei ert þú orðin svona stór það er svo stutt síðan að þú varst bara pínulítil. Ég brosti en hugsaði, það er sko ekki stutt síðan. Afhverju er fullorðið fólk alltaf að segja svona. Nú hafa árin liðið og ég er núna hjartanlega sammála þessu, tíminn líður alveg ótrúlega hratt. Ætli þetta breytist ekki þegar maður eignast sjálfur börn, þau eru svo að segja nýfædd og svo allt í einu eru farnir að koma í hús kynningarbæklingar um framhaldsskóla fyrir soninn. Hvað er í gangi, er klukkan farin að flýta sér eitthvað? Ég eldist allavega ekki svona hratt, líður alltaf eins og unglingiHalo

Við Raggi fórum á tónleika í dag í Kirkju og menningarmiðstöð Eskifjarðar. Kvartett Kára Árnasonar spilaði jass. Þetta voru skemmtilegir tónleikar en sorglega fáir sem mættu. Ég taldi 28 hausa.

Raggi er núna öllum stundum að vinna að geisladisk sem væntanlega kemur út í haust. Á honum eru 12 lög eftir Ragga. Það er ansi skemmtilegt að fylgjast með þessari fæðingu og er spennandi að heyra hver útkoman verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Alltaf gott að vera unglingur í anda, þannig á það að vera. Við eldumst mikið hægar en börnin  heheh

Guðrún Hauksdóttir, 19.5.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Æi já (andvarp - andvarp) þetta með tímann. Tímanum er í nöp við mig og gerir mér allt til miska, hleypur frá mér þegar ég þarfnast hans mest, en drollar og hangir yfir mér og gerir mér lífið leitt þegar ég vil að hann taki flugið.

Get ég ekki pantað hjá þér diskinn hans Ragga? - áritaðan að sjálfsögðu?

LKS - hvunndagshetja, 19.5.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Halldór er að ná mér  ekki nema nokkur ár þangað til hann nær mér...

Fíla ekki djazz, en kaupi nú diskinn af Ragga - og langaði líka miklu miklu meir á fótboltaleik - þó maður hafi nú ekki verið að rifna úr gleði eftir leik en samt - fótbolti er sko THE THING ekki jass (hahahahahahahahahaha)

Bjarney Hallgrímsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:46

4 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Auðvitað Lára færðu áritaðan disk.

Badda, leikurinn var búinn þegar tónleikarnir voru 

Sóley Valdimarsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:33

5 identicon

kvitti kvitt sjáumst á fimmtudaginn :) knús og kiss kiss

Lotta (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Tíminn líður allt of hatt...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Ó

Bjarney Hallgrímsdóttir, 22.5.2008 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband