Færsluflokkur: Bloggar

Hugsa upphátt

Það er staðreynd að í fangelsum út um allt situr oft inni fólk sem hefur átt ömurlega ævi. Stundum hugsa ég ætli þetta þurfi að vera svona. Ætli að það hafi verið hægt á einhverjum tímapunkti í lífi einhvers þessa fólks að breyta einhverju. Ég veit um 7 ára barn sem nú loksins er búið að taka af foreldrum sínum. Í þrjú ár hafa aðstandendur barnsins bent barnaverndarnefnd á óviðunandi ástand barnsins og ekkert eða lítið að gert. Allfaf verið að gefa foreldrunum einhverja sénsa á að bæta ástandið. Nú 3 árum seinna viðurkenndi barnarverndanefnd í sveitarfélagi barnsins að nú væri nóg komið og að beðið hefði verið allt of lengi. Barninu hefur verið komið í fóstur til langs tíma en því miður þrátt fyrir ungan aldur eru mörg sár á sálinni sem ég vona að eigi eftir að gróa. En ef þau ná ekki að gróa hvað þá? Er þetta þá einstaklingur sem á eftir að brjóta af sér og vera sjálfum sér og öðrum til ama? Því miður held ég að stundum hafi verið hægt að bjarga mörgum.

Annað dæmi. Ungur maður sem hefur því miður fetað í fótspor eiturlyfja og brotið af sér oftar en einu sinni. Hann hefur einu sinni setið inni og þá fyrir eitt brot af mörgum en brotin voru ekki dæmd öll í einu svo hann þarf einhverntíman á næstu mánuðum að sitja þá af sér. Á undan honum eru tugir fólks sem þurfa að taka út sinn dóm og meðan bíður hann úti í þjóðfélaginu og reynir að plumma sig. Því miður held ég að það gangi eitthvað ílla enda framtíðin ekki björt með fangelsisdóminn á eftir sér. Auðvitað veit ég að það var hans ákvörðun að fara þessa leið í lífinu en ef fólk vill nú snúa við blaðinu held ég að það sé ekki auðvelt.

Ætli að það sé ekki miklu mannlegra og ódýrara fyrir þjóðfélagið að hlúa betur að hvert öðru? 

 


Í 3 tíma í kirkju

Og það er ekki líkt mér, er ekki mjög kirkjurækin. Reyndar er kirkjan okkar líka menningarmiðstöð og þar af leiðandi fer ég oft þangað til að njóta ýmissa menningarviðburða. 

Kristjana vinkona hringdi í morgun og spurði hvort ég vildi koma með henni í messu. Eftir að hún hafi náð að samfæra mig um ágæti þess játti ég og úr varð að við vorum mættar í kirkju kl 14. Það sem vakti áhuga minn var kór Áskirkju sem átti að syngja með okkar kór og það er alltaf gaman að hlusta á góðan söng. Eftir messu var opnuð myndlistarsýning á verkum Georgs Guðna og svo boðið uppá kaffi og með því. Kl. 4 voru svo tónleikar með Kór Áskirkju (sem ég vissi reyndar ekki af fyrr en í messu) sem ég ákvað að hlusta á og var það mjög góð skemmtun.

Núna er ég hins vegar að hlusta á einn af uppáhalds tónlistarmönnunum mínum, Paul Simon. Þetta er DvD tónleikadiskur með Paul sem heitir Graceland: The African Concert. Hreint út sagt miklu meira en frábær tónlist sem og fá aldrei nóg af. Þannig að dagurinn hefur einkennst af mikilli músik enda hún gerir lífið allt miklu skemmtilegra.


Spurningakeppni

 

Hver er maðurinn?

Ég vann í keppninni hjá Huld og á ég þá að sjá um næsta leik.

Ég hugsa mér mann. Ekkert takmark á spurningum eða nei.

 

 


Endurheimti gamlan vin.

Mér tókst að eyða öllu blogginu mínu dag þegar ég ætlaði bara að taka
út blogg við frétt sem ég las eitthvað ekki alveg rétt. Kristjana
vinkona hringdi og spurði hvort löggan hefði lokað blogginu
heheheheheh. Nauts þetta var bara einskær klaufaskapur. En þeir hjá
blogg.is voru svo elskulegir að bjarga mér og mér líður miklu betur.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en blogg misst hefur.

Lögguhasar

Ég ætla að deila með ykkur mjög svo skrítnu atriði sem ég lenti í og er enn ekki búin að átta mig á hvort það hafi átt sér stað í raunveruleikanum svo fáránlegt var það.

Á miðvikudaginn þurfti ég að fara á fund yfir á Reyðarfjörð. Á leiðinni tekur lögreglubíll fram úr mér á mjög mikilli ferð án þess að gefa til kynna að um forgangsakstur væri að ræða. Hann tók ekki bara fram úr mér heldur var eins og þarna væri á ferðinni manneskja sem gæti ekki beðið eftir að snjórinn kæmi í Oddskarðið til að fara í stórsvig. Ég var svo hneyksluð á þessu ökulagi á lögreglubíl þegar umræðan um hraðakstur hefur aldrei verið meiri. Að sjálfsögðu hefði þetta verið skiljanlegt ef bláu ljósin hefðu verið notuð. Þegar ég kom heim af fundi settist ég við tölvuna og skrifaði bréf til lögregluembættisins og stílaði það á aðstoðarvarðsjóra ( því ég vissi að hans yfirmenn eru í fríi). Í bréfinu stóð að ég hefði ekki getað náð bílnúmerinu sökum hraða bílsins svo ég vissi ekki hver bílstjórinn var. Ennfremur lísti ég yfir hneykslan minni þar sem þeir ættu að vera góð fyrirmynd fyrir hinn almenna borgara. Ég var ansi stollt af mér eftir sendingu bréfsins, að ég skyldi ekki bara röfla yfir þessu við vini og vandamenn heldur að láta heyra í mér á réttum stað, að mér fannst. Daginn eftir mætti lögreglan á bílastæði leikskólans og bað samstarfskonur mínar að skila því til mín að ég ætti að koma út á bílastæði og tala við þá. Ég var alveg viss um að þær væru að djóka en fór samt. Og viti menn þarna var lögreglubíll og inn í honum tveir einkennisklæddir lögreglumenn. Annar þeirra tjáði mér að hann hefði verið sá sem bílnum ók og spurði hvort ég vildi ekki taka niður númerið á bílnum. Ég hváði og sagði að þess þyrfti nú ekki lengur þar sem skilaboðin hefðu greinilega ratað á réttan aðila. Hann sagðist hafa verið á 113 km hraða og að það flokkaðist ekki undir ofsaakstur eins og ég hefði tekið til orða í bréfinu. Einnig tjáði hann mér að þeir mættu keyra á 113 km hraða án þess að láta bláu ljósi á. Sagði að ástæða þess að bláuljósin voru ekki notuð væri sú að hann hefði ekki nennt að hafa hálfan bæinn á eftir sér?????? Ég veit vel að hraðinn var meiri en ákvað að gera ekki meira mál yfir þessu. Þegar ég kom heim beið mín svar bréf sem hafði verið sent áður en þeir komu inn í vinnu og það var svo fáránlegt að ég ætla ekki að tjá mig um það hér en auðvitað sendi ég svar bréf til baka. hehehehehehe.                                                                                 Sumir eru greinilega yfir gagnrýni hafnir og ætli ég verði ekki hundelt af þeim næstu daga en það verður bara gaman. Police


Unglingar og ekki unglingar.

Það var nú kannski ekki rétt hjá mér að segja að þarna séu á ferðinni unglingar, nema ef fólk um og yfir tvítugt flokkist undir þann hóp. Það er svo spurning um hvort aldur fólks sé aðalatriðið í þessu máli heldur frekar dapurleg umgengni þeirra sem í hlut eiga. 

Frétt af ruv
Skemmdarverk hafa verin unnin á leiktækjum á lóð leikskólans á Eskifirði undanfarnar vikur. Hópur unglinga hefur lagt það í vana sinn að halda til á lóð leikskólans og meðal þess sem hópurinn hefur skilið eftir eru sígarettustubbar og bjórflöskur. Svo langt hefur sóðaskapurinn gengið að kennarar á leikskólanum hafa þurft að þrífa upp ælur að morgni dags í nágrenni við leikskólann. Sóley Valdimarsdóttir leikskólastjóri segist hafa rætt málið við foreldra á Eskifirði og lögregluna þar og allir séu sammála um að bæta verði úr þessu ástandi. Hún segist þó ekki hafa neitt á móti því að unglingar leiki sér á lóðinni svo lengi sem því fylgi ekki sóðaskapur og skemmdarverk. Það að skilja eftir rusl á borð við sígarettustubba og bjórflöskur geti einnig augljóslega verið börnum á leiksólaaldri hættulegt. Á Eskifirði er starfandi félagsmiðstöð sem heitir Knellan en Sóley segir að hugsanlega eigi þessi hópur unglinga ekki athvarf þar.

 Ég er bjartsýn á að það takist að koma fyrir þennan vanda nú þegar málið er komið í umræðuna.


Góðan dag. (datt ekkert gáfulegara í hug sem fyrirsögn)

Hann pabbi minn er ekki sá sem hringir í vini og vandamenn eða er
duglegur að fara í heimsóknir. Það eru yfirleitt við hin sem hringjum
eða förum til þeirra í heimsóknir. En hann gerir sér fulla grein fyrir þessu og fann hjá sér
löngun um daginn að breyta til og vera sá sem hringdi. Hann hringdi sem
sagt í góðan vin sinn og töluðu þeir lengi vel og pabbi mjög stolltur
af framtaki sínu og fannst þetta bara ansi skemmtilegt. Nokkrum dögum
síðar dó þessi vinur hans ( kannski ekki tilviljun þar sem maðurinn var
rúmlega áttræður og mjög veikur). En ég tilkynnti pabba að ég skildi
bara hringja framvegis í hann en ekki öfugugt, ég ætla sko ekki að taka
neina sjénsa.

13. september

og minn elskulegi sonur er 14 ára. Elsku besti Valdimar til hamingju með daginn.

Ég heyrði í dag að sl. laugardag, og fram á kvöld, hafi verið feikna partý fyrir góða viðskiptavini Landsbankans á Egilsstöðum. Mér var ekki boðið Pinch Hvernig ætli góður viðskiptavinur banka sé? Það hljóta að vera þeir sem eru alltaf með fitt kostnað, eða yfirdráttarheimild. Allavega græða bankarnir mest á þeim sem minnst eiga. Væri þá ekki um að gera að bjóða þessu fólki í veislu og þakka þannig fyrir góð viðskipti. Eins þegar þeir héldu heljarinnar tónleika nú í ágúst, var ekki hægt að eyða peningunum í eitthvað þarfara. Ef bankastofnanirnar eiga svo mikinn pening að þeir vita hreinlega ekki hvað á að gera við þá væri t.d hægt að hjálpa fjölskyldum sem farið hafa ílla út úr peningamálum. Nei bara hugmynd.

Annars er ég í fínu skapi og ætla ekki að tala bara um banka og peningamál.

Á morgun verður haustþing leikskóla á Austurlandi og það verður örugglega rosalega gaman. Frá kl. 9-16 verða námskeið, 16-18 frjáls tími og 18-? árshátíð. Svaka fjör og svaka gaman.Wizard

 


Merkileg settning og segir allt sem segja þarf

Græða þurfti plaststykki efst á höfuðkúpu mannsins eftir að kæliskápur á sjúkrahúsinu, þar sem aðgerðin var framkvæmd, bilaði.

En þegar lengra er lesið þá skilur maður þetta allt betur. Eða allvega fyrir þá sem eru með hausinn í lagi. 


mbl.is Missti hluta höfuðsins í heilaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alveg hundleiðinlegt

en hvað í raun kemur þetta okkur við. Ég meina þetta er inn á mest lesið í mogganum og þetta erum við að lesa. Til hvers? Já ég veit að ég er ein af þeim sem las þetta.

Það var verið að ræða það, þar sem ég var, um daginn að fréttir er oft ófréttnæmar. En það er náttúrulega persónubundið hvað er fréttnæmt og hvað ekki. Því fannst mér gaman að skoða þessa frétt með þetta að leiðarljósi.

Ég vona að konunni líði vel og hundinum og við getum verið þakklát að ekki fór verr.


mbl.is Eigandinn beinbrotnaði og tvísýnt um líf hundsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband