Færsluflokkur: Bloggar
Ég er orðin svo endalaust þreytt
23.11.2007 | 21:47
á öllu sem tilheyrir heilbrigðistþjónustu þessa lands. Ég hef svo oft upplifðað endalausan viltleysisgang að ég ætti nú að vera orðin vön og ekki að láta þetta málefni fara svona i taugarnar á mér. Einn einstaklingur mér nákominn átti að leggjast inn á geðdeild í dag. Þegar einstaklingur ákveður að leita sér hjálpar eða þiggur loksins að fá hjálp í sínum geðvandamálum hefur ýmislegt gengið á. Innlagnir af þessu tagi eru tilkomnar af mikilli vanlíðan hjá þeim sem á að leggjast inn svo og öllu því fólki sem er honum/henni nákomið. En þessi nákomni einstaklingur minn fékk símhringingu í gær frá geðdeildinni og var spurður hvort það væri ekki í lagi að koma seinna, einhvertíman í næstu viku. HALLÓ!!! hvers konar heimska er þetta. Er eðlilegt að hringja í einstakling sem þjáist af þunglyndi og spyrja hvort það sé í lagi að fresta bara öllu saman. NEI það er ekki í lagi. Það ætti starfsmaður á geðsviði að vita. Þetta er hryllilega ílla gert gagnvart öllum þeim sem að málinu koma. Og því miður er þetta ekkert einsdæmi.
Oft þegar ég hringi á elliheimilið þar sem foreldrar mínir búa þá langar mig oftar en ekki að öskra því framkoman þar getur oft á tíðum verið svo dónaleg að það er með ólíkindum að þetta fólk sé með menntum upp á að þjónusta aldrað fólk. Ég veit að það er gífurleg mannekla og þessi störf ílla launuð en það á ekki að bitna á því fólki sem neyðist til að nota þessa þjónustu.
Best að ég hætti áður en ég æsi mig meira og gera alla vitlausa í skapinu sem lesa þennan pistil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nauðgun er nauðgun
14.11.2007 | 20:56
að flytja fréttir af nauðgunum að gerandinn hafi verið frá einhverju
tilteknu landi. Skiptir það einhverju? Nauðgun hlýtur alltaf að vera
jafn ömurleg hvort sem gerandinn sé íslendingur eða útlendingur. Eða er
ég bara svona skrítin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Féll kylliflöt fyrir þessu
11.11.2007 | 16:21
Þegar ég kom heim á föstudaginn var kertaljós inn í eldhúsi og tveir miðar. Á öðrum stóð I love you mamma og pabbi af öllu mínu hjarta og á hinum var þessi lesning: Elsku mamma líttu inn í stofu, eldhús og inn í herbergi mitt. Þegar þú ert búin að því snúðu þá miðanum við og bannað að svindla, þú verður fyrst að kíkja inn í eldhús, herbergið mitt og stofuna. Kveðja Karen, Guðdís og Veiga.
Auðvitað svindlar maður ekki svo ég hóf skoðunarferð mína. Allt hreint og fínt, búið að skúra, ryksuga og brjóta saman þvott. Jæja þá var komið að því að snúa miðanum við þar stóð, sleep over út um allt ásamt hjörtum og ástarjátningum.
Auðvitar fengu þessar elskur að sofa saman hér. Takk elskurnar þið eruð frábærar.
Það krúttlegasta var að þær héldu að ég kæmi heim kl. 4 en kom ekki fyrr en hálf sjö, þannig að kertin voru búin að loga síðan fyrir kl.4 og sum voru útbrunnin og þær búnar að bíða spenntar í 2 og háfan tíma. Karen reyndar búin að hringja í mig í vinnuna af og til og spyrja hvenær ég kæmi. Þegar ég sagðist ekki vita það og spurði hvort það væri eitthvað sérstakt var fátt um svör. Nú skil ég allt (Hugs hugs. vonandi var ég ekki pirruð þegar hún var að hringja í mig í vinnuna. Er það nefnilega stundum þegar verið er að hringja í mig þangað án nokkurra erinda.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég sem ætlaði að hætta þessu.
10.11.2007 | 09:48
Ég gerði svolítið í gær sem ég hef verið að reyna að hætta. Ég tók vinnuna með mér heim. Var eins og konan í auglýsingunni sem er altaf að þvælast með vinnuna sína hvert sem hún fer, snildarauglýsing. Ég hef horft á hana með gagnrýnisaugum og hrósað happi fyrir að vera EKKI eins og hún. Sá hlær best sem síðast hlær. Nú er bara að taka sér tak og hætta í vinnunni þegar ég geng þaðan út.
En ég hef kannski smá afsökun, þar sem ég átti að senda frá mér fjárhagsáætlunina fyrir daginn í dag og var veik tvo daga í þessari vinnuviku. Var svo á fundi í gær þar sem einn fundarmeðlimur sagði okkur frá snildarforriti sem hægt er að setja í tölvuna og vinna svo í henni hvar sem er í öðrum tölvum. Og hvað gerði ég. Náði mér í þetta forrit í tölvunni í vinnunni og gat svo unnið heima til kl. 2 í nótt úr vinnutölvunni. FRÁBÆRRT!!!!!!
Næst þegar ég kem í vinnuna ætla ég að henda þessu forriti út aftur. Ég var semsagt til 2 í nótt að reyna að HAGRÆÐA í rekstri skólans, sofnaði með þetta á heilanum og vaknaði með nýjar hugmyndir um hagræðingu.
Ég er hætt og farin að lifa lífinu fyrir utan vinnu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sniðugt en vand með farið
8.11.2007 | 20:41
"leik" að mínu mati. Leikurinn snýst um að allir eigi að skrifa niður
einn kost og einn ókost um hvern og einn án þess að láta uppi sitt nafn
og setja á tiltekinn stað á vinnustaðnum. Svo verður hverjum einum og
einum afhent sitt bréf og ræður hvað hann/hún gerir við það, deili því
með öðrum eða eigi það bara fyrir sig. Ég held að þetta geti verið góð
æfing í að setja gagnrýni fram á uppbyggilegan hátt og læra að taka
gagnrýni. Svo er örugglega gott að eiga skrifað á blað marga góða kosti
um mann sjálfan þegar að þannig liggur á. Kannski væri sniðugra
og hreinlegra að gera svona undir nafni, geta staðið með því sem maður
segir um náungann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ja þetta fullorðna fólk
8.11.2007 | 00:08
þriðja flokki í fótbollta. Þjálfarinn þeirra er mjög metnaðarfullur og
er að gera virkilega góða hluti með strákunum. 2x í viku eiga þeir að
fara í líkamsræktarsalinn og lyfta undir hans stjórn. Hann þarf áður en
þeir fara inn í salinn að minna strákana á að ef þeir verða fyrir
einhverjum ónotum frá fullorðna fólkinu sem er í salnum á sama tíma að
leiða það bara hjá sér. Þegar ég frétti þetta var ég hrikalega sár. Það
þarf alltaf, eða oft allavega að koma fram við unglinga eins og þeir
séu með einhvern smitsjúkdóm. Þegar þessir flottu strákar eru að æfa þá
eru þarna einhverjir einstaklingar sem þurfa að hreyta í þá ónotum og
hneykslast yfir því að þetta HYSKI þurfi endilega að vera þarna. Ég tek
það fram að þeir hafa hegðað sér mjög vel eru að stoppa stutt við og fá
ekki að hlusta á græjurnar á meðan á æfingum stendur. Svo ekki er
hávaðinn í þeim. Ég held að þarna sé á ferðinni fólk sem er með
einhverja minnimáttakennd gagnvart þessum flottu strákum sem eru að
standa sig svona vel. Áfram strákar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stútar undir stýri
28.10.2007 | 20:54
í einum af Reykjavíkurferðum mínum rakst ég á gamlan vinnufélaga og bauð hann mér í kaffi þar sem hann vinnur núna. Við settumst inn í eitt fundarherbergið. Þar var kælir með allskyns drykkjum þar á meðal ýmsum bjórtegundum. Svo sýndi hann mér annan kæli en þar var rauðvín og kampavín. Ég veit svosem að ýmis fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á áfenga drykki við hin ýmsu tækifæri en ég vissi ekki að oft á föstudögum er vinnuvikan enduð með því að á að fá sér einn bjór eða svo. Og svo er keyrt heim. Það eru sem sagt eitthvað um það að fólk sé undir áhrifum áfengis seinnipart á föstudögum. Ji ég er svo græn að þetta vissi ég ekki. Eins sagði þessi vinur minn það að fyrirtækið sem hann vinnur hjá er í miklum tengslum við Danmörku og þar þykir nú ekkert tiltökumál að fá sér einn eða tvo í kaffitímum. Eins er það vani hjá þeim þarna úti, þar sem þetta fyrirtæki þekkir til. að byrja drykkjuna kl. 4 á föstudögum en þá er vinnuvikan búin þar. Svo að vinnufélagar vinar míns hafa tekið upp þennan sið hjá Dönum nema að þegar kl. er 4 í Danmörku er hún 2 hér á Íslandi yfir sumartímann svo eitthvað hefur verið um það að byrja að opna bjórinn eitthvað fyrr stöku sinnum að hætti Dana. Það er nú gott að þetta fyrirtæki skiptir ekki mikið við þau lönd þar sem klukkan er mörgum tímum á undan okkur, t.d. Thailand en þar er kl. 8 tímum á undan, þá þyrftu þeir að byrja vinnudaginn á að fá sér einn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndbirtingar
28.10.2007 | 20:04
Það var skrifað um það hér á blogginu um myndbirtingar fjölmiðla á vettvangi bílslysa. Ég er á því að ekki þurfi að birta myndir af vettvangi bílslysa eins og gert er. Sumir myndu segja að myndbirtingar af þessu tægi séu öðrum víti til varnaðar. Það getur alveg verið en þær meiða líka alla þá aðstandendur sem standa á bak við alla þá sem slasast eða láta lífið í bílslysum. Ég hef því miður verið í þeim sporum og var á varðbergi næstu daga þegar eitthvert af dagblöðunum kom í hús eða þegar fréttatímar í sjónvarpi voru. Enda voru fjölmiðlamenn mættir á slysstað ótrúlega fljótt eftir að slysið þar sem ég missti bróðir minn. En það eru ekki bara dagarnir á eftir sem maður getur átt von á að sjá mydir af slysstað heldur líka í fréttaannálum á gamlárskvöld þegar farið er yfir það ár sem er að líða hverju sinni. Kannski að ég sendi bara bréf á fréttastjóra sjónvarpsstöðvana og bendi þeim á þennan punkt. Læt ykkur kannski vita ef ég geri það.
Kveð í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef
22.10.2007 | 20:20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þú lærir svo lengi sem þú lifir
13.10.2007 | 09:57
Um síðustu helgi fór ég á einkar áhugavert námskeið sem var haldið á vegum Rauða krossins og bar yfirskriftina Námskeið fyrir aðstandendur geðfatlaðra og áhugafólk um geðheilbrigðismál.
Á þessu námskeiði hitti ég fullt af yndislegu fólki sem hefur verið að leiðbeina mér áfram í minni vinnu um bætta líðan mína og minna. Það er athyglisvert að þegar haldið er í ferð í leit að öðru lífsmynstri hvað það getur tekið mikið á. Svo mikið að stundum hefur sú hugsun skotið upp í kollinn: er ekki bara betra að sitja og gera ekki neitt. En sem betur fer hef ég ekki sest enn niður og látið staðar numið. Heldur held ótrauð áfram og safna saman fullt af fróðleik sem ég get vonandi deilt með þeim sem það þyggja.
Í gærkvöldi fór ég í bíó og sá myndina The Brave One. Mjög góð mynd. En það var músikin sem einnig náði að heilla mig og þegar ég kom heim fór ég að leita af upplýsingum um þessa söngkonu. Og það tókst og hún heitir Sarah McLachlan. Lagið sem ég heillaðist af heiti Answer og er bara yndislegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)