Færsluflokkur: Bloggar
Börn eru yndisleg
7.2.2008 | 20:14
'Eg fékk símhringingu í vinnuna í hádeginu í dag. Í símanum var 11 ára bekkjarbróðir ( og góður vinur) stelpunnar minnar. Hann var að tilkynna mér að stelpan mín væri orðin veik, hún væri með mikinn hausverk og hafði fengið verkjatöflu og var núna með kaldan bakstur á enninu (sem ég frétti síðar að hann hefði útbúið). Hann vildi bara segja mér þetta og spurði hvort ég vildi að hann hefði samband við ömmuna og léti hana sækja sjúklinginn í skólann. Ég (næstum orðlaus yfir hugulsemi drengsins) sagði að hún gæti bara farið heim (heim er næsta hús við skólann) og þar væri pabbi hennar. Þá hafði stráksi einhverjar áhyggjur yfir því að þar fengi sjúklingurinn ekki mikið næði þar sem verið er að vinna í húsi sjúklingsins. Þegar ég hafði sannfært drenginn um að það væri í lagi að hún færi heim fylgdi hann henni alla leið inn og hélt á skólatöskunni hennar, af sjálfsögðu. Ja þvílíkur herramaður.
E.S Stuttu seinna var svo hringt frá skólanum og mér tjáð að stelpan mín hefði farið veik heim. Ég sagðist vita allt um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er yndislegt
23.1.2008 | 20:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Best og verst
12.1.2008 | 21:57
Vinafólk mitt hefur þann sið að við kvöldmatarborðið segja allir fjölskyldumeðlimir hvað sé það besta og það versta sem á daginn hefur drifið.
Ég ætla að stela þessari hugmynd og segja ykkur það besta og versta sem ég heyrði síðastliðinn sólarhring.
Byrjum á því versta:
Ein skólasystir mín var að segja mér frá aldraðri móður sinni sem datt á milli jóla og nýjárs og þurfti eftir það í uppskurð vegna lærbeinsbrots. Daginn eftir átti að senda hana aftur á elliheimilið sem hún býr, háaldraða, minnisbilaða og mjög veika eftir aðgerðina. Aðstandendur fengu því framgengt að hún myndi dvelja eitthvað lengur á spítalanum, þar sem elliheimilið, sem er ekki með hjúkrunardeild, var ekki í stakk búið að taka við henni. En til að bregðast við að konugreyið færi sér ekki á voða, þar sem hún er orðin mjög slæm af minnistapi, var ákveðið að notast við svokallaða ÓRÓLEIKAÓL. Ég var ekki alveg viss hvað þessi skólasystir mín átti við þegar þarna var komið í samtalinu og bað hana að útskýra frekar þessa óróleikaól. Jú þannig er mál með vexti að þar sem mikil mannekkla er á spítalanum og ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga eins og þessa konu var hún einfaldlega bundin niður í rúmið svo að hún færi sér ekki á voða. AAAARRRRGGGGGG á hvaða helv..... öld lifum við. Er þetta sem bíður manns ef maður lifir það að verða gamall, minnisveikur og þurfa inn á spítala???????? Nei það er eins og einn gamall maður sagði einu sinni: maður verður að vera mjög hraustur áður en maður leggst inn á spítala.
Það besta:
Einn skólabróðir minn, sem er umsjónarkennari í 5.bekk, deildi með okkur skólasystkinum sínum ansi góðri tilfinningu. En hans upplifun er að börn í dag virðast vera með minni fordóma en áður. Þó að einhver bekkjarfélagi þeirra skeri sig út úr hópnum af einhverjum ástæðum þykir það ekkert tiltökumál. Sérkennsla er litin allt öðrum augum og krakkar eru farnir að sjá að sum börn þurfa meiri örvun en aðrir og það er ekkert tiltökumál. Einnig að börn af erlendu bergi brotin eru orðin ein af hópnum.
Ég er ekki svo barnaleg að halda að öll dýrin í skóginum séu orðnir vinir en þó að um sé að ræða bara lítinn hóp er alltaf gaman að heyra það sem vel gengur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er það rétt sem ég held að manneskjan er eitt grimmasta dýr jarðar?
8.1.2008 | 22:23
Ég vona að ég hafi ekki rétt fyrir mér. Ég hef velt þessu fyrir mér í nokkurn tíma og mér finnst eins og þetta gæti því miður verið rétt. Öll þessi stríð út í heimi á milli ólíkra ættbálka er enn staðreynd, þeir sem eiga mest vilja bara meir og meir og það að deila með sér er eitthvað sem var gert en er ekki lengur. Menn eins og t.d. Aðalsteinn Jónsson sem hugsaði um sína heimabyggð tilheyra liðinni tíð. Einu sinni fannst mér þetta vera svo sjálfsagt að tímarnir breyttust á þann hátt sem er núna, fannst óhemju vitlaust þegar fólki fannst að þeir sem ættu meira en aðrir gætu ekki deilt því með þeim sem minna ættu. Ég sagði alltaf að hver og einn þyrfti að sjá um sjálfan sig og ekki að öfundast út í þá sem hefðu það mjög fínt. Ég er enn þeirrar skoðunar að öfund er af hinu ílla en er hins vegar einnig á þeirri skoðun að græðgi er það líka. Það hlýtur að vera takmörk fyrir því hvað fólk þarf að eignast til að vera ánægt. En það eru í raun ekki peningar eða ríkidæmi sem hefur fengið mig til að hugsa um dýrategundinni Manneskja. Það er miklu frekar framkoma fólks við hvert annað. Ég hef eins og margir aðrir fylgst með bloggi hjá fólki sem deilir með okkur hinum veikindum sínum eða sinna og sem betur fer fengið lang oftast góðar kveðjur og jafnvel hjálparhönd frá bláókunnu fólki. Það finnst mér yndislegt. En þurfum við að vera veik og jafnvel dauðvona til að kalla fram það góða í hvert öðru? Ég þarf í mínu starfi sem yfirmaður (á kvennavinnustað, hehehehe) oft að kljást við hinar ýmsu hliðar manneskjunnar. Þetta getur verið mis auðvelt/erfitt og fer það oft eftir því hvernig mér sjálfri líður, hvernig tiltekst. Mér finnst að almenn kurteisi sé sjálfsögð, svona í daglegum samskiptum en hana á ekki bara að flagga þegar fólki líður ílla af einhverjum ástæðum.
Ætla að hætta þessu rausi í bili. Takk fyrir mig.
E.s ekkert hefur sést til músarinnar en það þýðir samt ekki að hún hafi yfirgefið okkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Búið er að opna
7.1.2008 | 15:08
reikning fyrir 5 manna fjölskyldu sem missti allar eigur sínar í eldsvoða hér á Eskifirði á nýársnótt.
Banki:569-14-100122 og kennitalan er:300771-5729
ef fólk hefur tök á að leggja þeim lið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mús í húsinu
5.1.2008 | 19:23
og við náum henni ekki enn og kötturinn hefur ekki áhuga á að ná henni. Það var eftir miðnætti sem ég tók eftir að eitthvað sem var undir hillu í forstofunni vakti óvenju mikinn áhuga köttsins. Mig grunaði strax hvað þetta gæti því miður hugsanlega verið og fékk ég þann grun staðfestan þegar þetta FJARSKA fallega músarkvikindi skaust framhjá okkur kisa og inn í annað herbergi. Skömmu síðar missti kötturinn áhugan á músinni og sá áhugi hefur ekki enn komið þrátt fyrir að músarkrílið flakki hér enn á milli herbergja. Best að gera eina atlögu enn. Læt ykkur vita þegar ég kem henni út, sem verður vonandi sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér leiðist ekkert lengur,
11.12.2007 | 20:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
úff hvað mér leiðist
30.11.2007 | 08:52
hættu. Nú er ég að horfa á köttinn minn éta flugu (hvern ansk. er hún
að gera hér í þessu veðri. Á hún ekki að vera sofandi eða eitthvað á
þessum tíma árs?). Áður en kisi náði flugunni horfði ég á
eltingarleikinn hugfangin. Þegar
kisi hafði betur fylltist ég stollti yfir kænsku kisu minnar. Á meðan
ég pikka á tölvuna er sjónvarpið kveikt og það er vörutorg á skjá1. Það
er ekkert
skrítið að ég sé veik, ég held að ég þurfi bara að fara að vinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagslögin
24.11.2007 | 21:56
Jæja þá ætla ég að gera eina tilraun og horfa í fyrsta sinn á allan þáttinn Laugardagslögin. Ég verð að viðurkenna að ég hef bara ekkert fylgst með þessu og vissi fyrir stuttu um hvað þetta snérist, þ.e að eitt af þessum lögum mun keppa fyrir okkar hönd í Evrovision.
Á meðan á þættinum stóð fór ég að hlusta á þau lög sem áður höfðu keppt. Lagið Game over eftir Fabúlu, sem er reyndar dottið úr keppni finnst mér einna skást og reyndar líka lagið Lullaby to Peace eftir Magnús Þór. Lögin í kvöld skilja svo sem ekkert eftir en Leifur Eiríksson, gestur þáttarins var frábær. Hugsa sér 100 ára gamall söng og gerði leikfimisæfingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á eftir reiðibloggi er gott að slá á léttari strengi
23.11.2007 | 21:58
Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig
andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.
Andinn svaraði: " Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra
launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get
ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? "
Án þess að hika sagði konan : " Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu
þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað."
Andinn leit á kortið og hrópaði : " VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig
manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir
miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! " " Ég held að þetta sé
ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. "
Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: " Okey, ég hef aldrei
getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur,
finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur
við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr.
Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! "
Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : " Láttu mig sjá þetta fjandans kort "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)