Færsluflokkur: Bloggar
Ef hægt er að drepast úr leti
23.3.2008 | 20:32
þá verður það minn bani. Ég hef eiginlega ekkert gert síðustu daga nema verið mjög upptekin að gera ekki neitt. Fór reyndar á skíði upp í Oddskarð og það var algjört yndi. Skellti mér svo á ball og þá er það eiginlega allt upptalið það sem ég hef afrekað þessa páska. Er samt alltaf að hugsa um að fara að gera eitthvað að viti. T.d. væri margt vitlausara en að fara að byrja á verkefni sem á að skilast þann 27.3. Er alveg á leiðinni á að byrja en það hentar mér betur að byrja svona c.a 15 mín. fyrir verkefnaskil. Afhverju er það oftast þannig að ég komi mér í þennan vanda. Sumir mundu segja að þeir vinni best undir pressu. Ég hef líka oft sagt þetta en ég held að þetta sé einhver frestunarröskun sem er að hrjá mig.
Fer í borgina á fimmtudaginn og í skólann á föstudag. Svo er helgin hugsuð í heimsóknir og huggulegheit í faðmi fjölskyldunnar minnar fyrir sunnan. Stefnan tekin á leikshús á laugardkv. á Jesus Christ Superstar.
Jæja bless í bili. Annaðhvort tek ég á móti dauða mínum eða hunskast í að læra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einn ágætur
12.3.2008 | 21:38
konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar:
Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir
klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.
Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð,
milli 40. Og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. Og 60. Vestlægrar
lengdargráðu.
Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.
Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?
Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt,
en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar
er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp að þér.
Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.
Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.
Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?
Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að
fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst
loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til
þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu
stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Því miður hafði pabbi rétt fyrir sér
11.3.2008 | 21:14
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Líkaminn er algjör snilld
6.3.2008 | 20:09
Ef maður hugsar ekki vel um líkamann þá einfaldlega tekur hann málin í sínar hendur og lætur vita að honum sé misboðið. Þannig er mál með vexti að ég er haldin þeim kvilla að vilja alltaf hafa alla góða í kringum mig. Það segja allavega flestir sem þekkja mig hvað mest. Í mörg ár hef ég reynt að breyta aðstæðum í kringum mig þannig að öllum líði vel. Það gefur að skilja að þetta hefur ekki tekist enda er það ekki á mínu færi að breyta einu né neinu nema þá bara sjálfri mér. Auðvitað hefur þetta bara verið vont hvað mig sjálfa varðar og nú hefur líkaminn einfaldlega sagt stopp. Ég fór að fá miklar magakvalir og endaði inn á spítala þar ég fór m.a. í röngenmyndatöku á kviðnum. Þar kom í ljós að ristillinn var yfirfullur og var farið að vinna í því að losa það sem þurfti að losa. Nú er ég öll að koma til og hugsa eins og öldruð kona um allt sem ofaní mig fer.
Maginn er einn af aðalorkustöð líkamans og ef mikið álag í langan tíma á sér stað og ekkert er gert í að losa um sínar tilfinningar er það ávísun á magakvilla. Undanfarin ár hefur, ofaní margt annað, manneskja mér mjög námkomin þjáðst ílla af þunglyndi og nú þegar þessi einstaklingur er allur að koma til og mikil vinna búin að eiga sér stað með hann þá bila ég. Svona eftir á hyggja mjög eðlilegt og kallar á að maður fari að hugsa aðeins betur um sig.
Stundum er fólk að segja við mig: það er alveg merkilegt hvað margt þarf að dynja á þér, Sóley mín. Ég segi hins vegar að svona er lífið og það er ekkert verra við mig en margan annan. Ég á yndislega fjölskyldu, hef lifað góðu lífi, er heilbrigð ( hvað sem það nú er ) hef ofaní mig og á, er með vinnu og ekki yfir neinu að kvarta. Ég verð stundum jafnvel bara reið þegar mér er hrósað fyrir dugnað. Þetta snýst ekkert um dugnað, þetta snýst um að taka því sem lífið hefur að bjóða og gera það besta úr því. Nota áföllin sem maður verður fyrir og læra af þeim til að öðlast meiri visku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að búa til börn
5.3.2008 | 14:14
sæðisgjafa til að koma að starta fjölskyldu. Daginn sem "sæðisgjafinn" átti að
koma í heimsókn, kyssti Jónas konuna sína bless og sagði "jæja, elskan,
ég er þá farinn í vinnuna, maðurinn kemur fljótlega."
Hálf tíma síðar, er fyrir tilviljun, barnaljósmyndari, staddur í
hverfinu hennar og hringir á bjöllunni í þeirri vona að fá verkefni.
"Góðan daginn frú", sagði hann, "ég er komin til að......."
"Ó, þú þarft ekkert að útskýra" sagði Jóna feimnislega, "ég átti von á þér".
"Í alvöru", sagði ljósmyndarinn. "Nú það er ánægjuleg, vissirðu að börn eru
mín sérgrein"?? "Ja, það er nú akkúrat það sem við hjónin vorum að
vonast eftir. Gjörðu svo vel og komdu inn á fáðu þér sæti". Eftir
smástund sagði hún, vandræðalega, "hvar byrjum við?" "Láttu mig
bara sjá um allt. Ég byrja yfirleitt í baðkarinu, svo á sófanum og loks
nokkrar á rúminu. Stundum er meira að segja stofugólfið heppilegast,
það er hægt að teygja svo vel úr sér það "
Baðkarið, stofugólfið, hugsaði Jóna, Engin undra að þetta gekk
ekkert hjá okkur hjónum - "Já, frú mín góð, ég get ekki lofað
fullkomnum árangri í hvert skipti, en ef við notum mismunandi stellingar og ég
skýt frá mismunandi sjónarhornum, þá þori ég að lofa að þú verður
ánægð með útkomuna." Vá, það er aldeilis mikið sagði Jóna með
andköfum. "Frú mín góð, í mínu starfi verður maður að gefa sér
góðan tíma í hlutina. Ég mundi gjarnan vilja skjótast í þetta en
ég er viss um að þú yrðir ekki ánægð með útkomuna." "Ætli maður kannist
ekki við svoleiðis", tautað Jóna lágt. Ljósmyndarinn dró upp nokkur
sýnishorn af barnamyndum og benti Jónu á árangurinn.
"Mér tókst sérstaklega vel til með þessa tvíbura" sagði
ljósmyndarinn, "eins og mamma þeirra var þó erfið". - "Var hún erfið?", spurði Jóna.
"Ég er nú hræddur um það. Ég varð að fara með hana í
lystigarðinn til að ná að ljúka verkinu vel. Fólk safnaðist að og fylgdist með."
"Fylgdist með?" sagði Jóna og gapti af undrun - "og þetta tók í allt 3
tíma. Móðirin hrópandi og kallandi allan tímann - ég gat varla
einbeitt mér, svo þegar það byrjaði að dimma varð ég að gefa í, en það
var ekki fyrr en íkornarnir voru farnir að narta í græjurnar þá varð
ég að hætta og ganga frá."
Jóna hallaði sér fram og sagði "voru þeir í alvöru farnir að narta
í .... græjurnar?" "Þetta er alveg satt frú mín góð."
"Jæja ef þú ert tilbúin þá ætla ég að gera þrífótinn kláran"
"ÞRÍFÓTINN"???
"Ó já, frú Jóna. ÉG verð að nota þrífót "to put my Canon on, It's
much too big to be held in the hand very long."
ÞAÐ STEINLEIÐ YFIR FRÚ JÓNU.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skrapp aðeins á spítala
2.3.2008 | 22:22
Mér var skutlað inn á spítala á fimmtudaginn. Svosem ekkert alvarlegt og vonandi er þetta búið núna. Spítalinn sem ég var á er Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað og þar var bara yndislegt að vera. Sem betur fer hef ég ekki oft þurft að liggja á sjúkrahúsi en hef þó bæði verið á sjúkrahúsi í Rvk og núna á Norðfirði og ég verð að segja að Norðfjörður hefur vinninginn hvað við kemur öll mannleg samskipti og þæginlegheit. Yndislegt starfsfólk í alla staði, sem er örugglega líka á hinum spítölunum, en hér fyrir austan er þetta allt miklu persónulegra. Annars er bara allt gott að frétta og læt ég þetta duga í bili.
Bloggar | Breytt 4.3.2008 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bréf frá Jóni
19.2.2008 | 13:04
Bréf frá Jóni Jónssyni:
Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í Heiðursmannagrillinu í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand.Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi.Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt !Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.Kveðja, Jón Jónsson Athugasemd ritstjóra:Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi.Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem varþessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann á afmæli í dag
17.2.2008 | 15:24
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Raggi
Hann á afmæli í dag.
Hann er 40 ára í dag
Hann er 40 ára í dag
Hann er 40 ára hann Raggi
Hann er 40 ára í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kæru vinir
16.2.2008 | 20:54
Ég fékk þessa lesningu fyrir nokkru síðan í tölvupósti á ákvað hér með að deila þessu með ykkur. Ansi sniðugt.
Kæru vinir! 


Nú þegar árið 2007 hefur runnið sitt skeið, langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar. 

Takk til þess (hver sem það nú var) sem sendi mér upplýsingarnar upp að það hefði í mörgum tilfellum fundist rottuskítur í límröndinni á umslögum. Þær dýrmætu upplýsingar leiddu til þess að ég nota nú votan klút í hvert skipti sem ég þarf að loka umslagi. Af sömu ástæðu finn ég mig nú knúna til að þvo hverja dós sem ég þarf að opna. 


Í dag á ég heldur ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til litlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258 skiptið. 
Ég á í rauninni enga peninga lengur
en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000 $ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið exclusivur þáttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að deilda 7 milljónum $ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginni Abuja. Yndislegur maður hann Ade Oluwa
alveg sérstök sál. 


Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessuð með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mitt og St. Helena hefur líka boðist til að uppfylla allar mínar óskir. 


Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég nota ekki lengur krabbameinsvaldandi svitalyktaeyði, þrátt fyrir að ég lykti illa af svita á heitum sumardegi. Ég er alveg hætt því! 

Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mina til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum. 
Ég vil einnig þakka ykkur fyrir að hjálpa mér með að hætta að drekka Coca Cola, og upplýsa mig um að það megi hreinlega fjarlægja kalkúrfellingar úr salernum með því. 
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Olís án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér á í aftursætið meðan ég fylli tankinn. 


Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. Að svara ákveðnum númerum. 
Fyrir tilstuðlan vingjarnlegar ráðlegginga, get ég nú ekki lengur leyft mér að beygja mig eftir krónu sem liggur á götunni, þar sem það liggur eflaust kolóður kynferðisglæpamaður undir bílnum og bíður þess að geta gripið í fæturna á mér og dregið mig til sín og nauðgað mér. 

Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kamedýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn. 


Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni. 

Lifið svo innilega heil. 

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
AArrrgg
9.2.2008 | 17:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)