Og þá kom steypiregn

Við mæðgur komum í bæinn á föstudag, enda veður ekki búið að vera upp á marga fiska þarna fyrir austan. En viti menn, ég er búin að vera rúman sólahring hér þegar rigningin kom ( og verður víst næstu daga) en sólin fór austur. Andsk, djö, helv. Óðinn bróðir segir að þetta sé nú ekki í fyrsta skipti sem ég kem með rigninguna með mér í borgina. En skítt með veðrið hér er bara yndislegt. Er búin að heyra í fullt af fólki og á eftir að hitta marga, marga. Á morgun er stefnan tekin allavega í tvær heimsóknir og svo er alltaf gaman að versla eitthvað af fötum, kannski regnfötum Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég er líka búin að vera á ferðinni í sumar og man hreinlega ekki hvenær ég lenti eiginlega síðast í rigningu. Mér finnst bara búið að vera steikjandi hiti og sól í marga mánuði! Væri alveg til í smá regn

Kolgrima, 22.7.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Ég held bara því miður Sóley mín að þú verðir að drífa þig austur aftur, nenni ekki að hafa þessa rigningu :( Djók dúllan mín :) hafðu það gott í höfuðborginni

Guðrún Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband