Fréttir síðustu daga

Ég er guðslifandi fegin að búa ekki í höfuðborginni þessa dagana og lenda í mótmælaaðgerðum vöruflutningabílstjóra. Ég hef alls ENGA samúð með þeim lengur. Þetta hefur gengið of langt og bara bitnað á saklausum borgurum sem ekkert hafa til saka unnið.  SKAMMIST YKKAR.Devil

Ég veit ekki hvort það hafi verið gert úttekt á síðustu utanlandsferð forsætisráðherra og hans fylgdarliðs, þegar farið var með einkaþotu til fundarhalda. En gaman væri að sjá muninn á kostnaðinum á að leigja einkaþotu eða fara í almennu farþegaflugi. Sé kostnaðurinn minni eins og Geir vill meina þá finnst mér ekkert athugavert við þetta. En án þess að skoða málin ofaní kjölinn finnst mér barnalegt af þeim í Þursaflokknum að leigja sér þotu til að spila á tónleikum á Akureyri og nota sömu rök og Geir. Það er jú beint flug til Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko ég er að sjálfsögðu sammála þér með einkaþotubruðlið en ég er eiginlega ekki sammála þér með vörubílsstjórana. Ég veit að mótmælin bitna á saklausum borgurum en ég held að það sé bara það eina sem virkar.  Og saklausu borgararnir fá vonandi að njóta lægra bensínverðs í framtíðinni í staðinn.

Undirskriftalistar, mótmæli fyrir utan alþingishúsið, mótmælastöður og mótmælagöngur og allt það skilar engu það hafa bara dæmin sýnt.

Ég styð blessaða bílstjórana....og vona að mótmæli þeirra munu hafa áhrif eins og mótmæli bílstjóranna í Frakklandi, af því fólk finnur fyrir því!

p.s. láttu þér batna fljótt og vel, ég er alveg að springa á að eta kökurnar ein! 

Kristjana A (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:45

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Ég hef alveg misst af því að Þursarnir hafi leigt sér einkaþotu, en hef engar áhyggjur af því því þeir eru ekki að bruðla með almannafé. ..eða er það ??? Ég hef líka eitthvað misst af umræðunni um vörubílstjórana, en held að þjóðin sé að skipta um skoðun á röngum grundvelli: er hætt að halda með þeim í baráttunni, bara vegna þess að þjóðin hefur ekki úthald í meira, vill fá eitthvað annað til að nota sem spítt.

LKS - hvunndagshetja, 13.4.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband