Úti á landi?
23.10.2008 | 09:29
Áður en að tónleikunum í Reykjavík kemur ætlar Bubbi hins vegar að halda tónleika úti á landi, en hann verður í Duus húsum í Reykjanesbæ á föstudaginn, og í Bæjarbíói í Hafnarfirði á laugardaginn.Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og miðaverð er 2.000 kr. Í kjölfarið fer Bubbi svo norður í land og spilar á Akureyri, Húsavík, Dalvík og Sauðárkróki.
Er Reykjanesbær og Hafnarfjörður orðnir staðir úti á landi. Erum við hér fyrir austan á annarri plánettu?
Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svona svipað og að það er alltaf auglýst flug til Íslands. Hef ekki orðið vör við erlenda flugvélafarma hér á Ak. Á heldur ekki von á þeim. Sama getur þú örugglega sagt.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 23.10.2008 kl. 11:38
Já Sóley mín vissirðu ekki að Hafnarfjörður er úti á landi. Alveg er mér sama þó að Bubbi haldi ekki tónleika fyrir austan, finnst hann vera farinn að gera of mikið út á athyglina held að jaðri við að hann sé orðinn athyglissjúkur. Mér finnst hann samt frábær tónlistarmaður.
Grétar Rögnvarsson, 23.10.2008 kl. 14:35
Akureyri, Húsavík, Dalvík og Sauðárkróki eru út á landi. Slökum aðeins á yfirlýsingargleðinni
Bárður Örn Bárðarson, 24.10.2008 kl. 13:14
Bárður, ég geri mér fulla grein fyrir því en orðalagið í þessari setningu býður bara uppá svona útúrsnúning
Sóley Valdimarsdóttir, 24.10.2008 kl. 20:28
já hvað, vissuru ekki að við erum á annari plánetu... langt langt í burtu frá ,,út á landi" Reykjanesbæ og Hafnafirði ... hey, er ég þá að fara út á land á eftir, er að fara í Kópavoginn, það hlýtur að vera út á landi... hann er við hliðina á Hafnafirði
Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.10.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.