Málfrelsi = ritstuldur

Ekki vissi ég að það væri komið svona flott nafn yfir þá athöfn að stela ritverki annars og gera að sínu. Ég veit allavega að ef ég og aðrir nemendur í skóla myndum gera svona lagað héti það ekki málfrelsi og sem nemandi í háskóla veit ég að svona lagað gæti orðið brottrekstrasök úr skólanum. En ef þú er háskólaprófessor þá gegnir það greinilega öðru máli. En þar sem kennararnir eru fyrirmyndir nemenda sinna þarf að öllum líkindum núna að liðka til um reglur í ritgerðarsmíð. Þetta verður allt miklu auðveldara, nú þarf maður ekki að sitja við heilu og hálfu dagana og semja sína eigin ritgerð, maður stelur bara textanum annarsstaðar og skrifar nafn sitt undir.

 

Málið er í verkahring rektors

mynd
Um fimm ár eru síðan Hannes var fyrst ásakaður um að hafa notað verk í heimildarleysi og gert þau að sínum. Siðanefndin fjallaði um málið á sínum tíma en hætti við þegar það var kært til lögreglu.Fréttablaðið/vilhelm

„Siðanefndin hefur ekki frumkvæði að því að taka upp mál og í öðru lagi segir í reglum hennar að hún fjalli ekki um mál sem hafa farið fyrir dómstóla," segir Þórður Harðarson, for­maður siðanefndar Háskóla Íslands.

Sem kunnugt er var prófessor við háskólann, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur nýlega fyrir að nota verk rithöfundar án heimildar. Samkvæmt siðareglum Háskólans samræmist þetta ekki starfsvenjum kennara.

Helga Kress prófessor heldur því að auki fram að Hannes hafi einnig tekið verk fræðimanna eins og Peters Hallberg, heiðurs­doktors við skólann, og gert að sínum eigin. Á það að hafa verið gert í sama verki og Hannes var dæmdur fyrir.

Spurður hvort nefndin myndi skoða þann anga málsins, kæmi kæra utan úr bæ, segist Þórður ekki telja það, fyrst hluti þess hafi farið fyrir dómstóla.

Þórður ítrekar að nefndin taki ekki mál upp að fyrra bragði, spurður hvort máli skipti að um sé að ræða verk heiðursdoktors við skólann.
„En ég tel að sú hlið málsins væri í verkahring yfirmanns stjórnsýslu skólans [Kristínar Ingólfsdóttur rektors]."

Á skrifstofu rektors fengust þær upplýsingar að málið væri í skoðun. Rektor hefur sagst taka dóminn alvarlega.- kóþ

 
Fengið að láni af Vísi.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Þau eru ótrúlega misjöfn viðhorfin fólks til rithvinnsku. Fyrir nokkrum dögum heyrði ég móður kvarta undan því óréttlæti sem dóttir hennar hafði orðið fyrir, að hún fékk lægri einkunn fyrir sömu ritgerð og önnur stúlka hafði fengið fyrir sömu ritgerð hjá öðrum kennara í sama framhaldsskóla. Umræðan snerist sem sagt um það hvað kennarar væru nú greinilega óstaðlaðir í meðförum sínum um ritgerðarsmíðir, þeim væri ekki treystandi til að komast að sömu niðurstöðu um gæðia verksins. Önnur stúlkan fékk 8,5 en hin fékk 9,0. Mig setti nú eiginlega bara hljóða, enda löngu hætt að andmæla einu eða neinu. Það voru líka svo skemmtilegir fuglar að fljúgast á fyrir utan gluggann akkúrat meðan þessari umræðu fór fram og ég gat nú ekki farið að svíkja sjálfa mig um þá upplifun með því að veðrast upp fyrir þessu. hmm?

LKS - hvunndagshetja, 29.3.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 12:55

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Geðveikt  þá er maður búin að redda ,,lokaritgerðinni"  Ég hlýt að mega líka eins og Hannes...eða hvað???

Bjarney Hallgrímsdóttir, 29.3.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband