Bara eintóm gleði og hamingja

Auðvitað tekst mér að klára verkefnið í skólanum sem ég þarf að klára fyrir miðnæti í kvöld. Ég ákvað að taka mér frí í vinnunni í dag og svo förum við hjónin suður seinnipartinn. Ég verð reyndar að segja að ég hef smá samviskubit að við förum bara tvö, finnst alltaf eins og ég þurfi að leyfa börnunum með líka en þau verða í góðu yfirlæti á meðan. Iss, auðvitað er ég ekki með samviskubit (það fór um leið og ég las yfir síðustu settningu) það er nauðsynlegt að hjón fái sinn tíma sér til að rækta sambandið. Fyrir utan að ætla að hafa það hrikalega gott og gaman í borginni þarf ég í skólann á morgun. Þetta er síðasta innilota þessa önnina og þegar þessi önn er afstaðin er ég hálfnuð í mínum áfanga. Ég er eins og lítil stelpa að bíða eftir jólunum því mig hlakkar svo til að getað knúsað mömmu, pabba og stóra bróðir (og alla hina það var bara of langt að fara að telja ykkur öll upp). Þó ég sé alveg að detta í fertugt þá er ég alltaf jafn mikil mömmu og pabba stelpa. Það segir nú bara allt sem þarf að segja um mína frábæru foreldra. Jæja ætli ég láti þetta ekki vera nóg í bili. Þarf að leggja lokahönd á verkefnið og fara svo að koma mér í flug. Hafið það sem allra best, það ætla ég allavega að gera.LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband