Ef hægt er að drepast úr leti
23.3.2008 | 20:32
þá verður það minn bani. Ég hef eiginlega ekkert gert síðustu daga nema verið mjög upptekin að gera ekki neitt. Fór reyndar á skíði upp í Oddskarð og það var algjört yndi. Skellti mér svo á ball og þá er það eiginlega allt upptalið það sem ég hef afrekað þessa páska. Er samt alltaf að hugsa um að fara að gera eitthvað að viti. T.d. væri margt vitlausara en að fara að byrja á verkefni sem á að skilast þann 27.3. Er alveg á leiðinni á að byrja en það hentar mér betur að byrja svona c.a 15 mín. fyrir verkefnaskil. Afhverju er það oftast þannig að ég komi mér í þennan vanda. Sumir mundu segja að þeir vinni best undir pressu. Ég hef líka oft sagt þetta en ég held að þetta sé einhver frestunarröskun sem er að hrjá mig.
Fer í borgina á fimmtudaginn og í skólann á föstudag. Svo er helgin hugsuð í heimsóknir og huggulegheit í faðmi fjölskyldunnar minnar fyrir sunnan. Stefnan tekin á leikshús á laugardkv. á Jesus Christ Superstar.
Jæja bless í bili. Annaðhvort tek ég á móti dauða mínum eða hunskast í að læra.
Athugasemdir
Hunskast til að læra alltof ung að fara að drepast út leti núna góða mín...og hvar varstu í dag??? leitaði í allan dag af þér eða Mannsa í fjallinu en sá hvorugt...hummmmmmmmmmmmmm
En takk fyrir síðast... fínt ball er mér sagt Ekki alveg með atburðarásina á hreinu en veit þó að ég var þarna með þér og fleirum og skemmti mér vel... eftir því sem ég best man....
Bjarney Hallgrímsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:45
Ég gerði ekki neitt... Fór á skíði og síðan á ball.
Þegar þú gerir eitthvað, langar mig ekki að vera nálægt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 20:47
Æi þið eru yndisleg. Vildi að ég gæti hlegið með ykkur svona live. Nei elsku Badda ég fór ekki í fjallið í dag. Ennþá með strengi síðan síðast, annaðhvort eftir fjallið eða ballið. Okey þá, er farin að læra, nenni ekki einu sinni að drepast, heheheheheh.
Sóley Valdimarsdóttir, 23.3.2008 kl. 21:02
Of ung til að drepast úr leti Sóley mín, og svo muna sumir bara ekkert eftir ballinu nefnum engin nöfn en ég held að fyrsti stafurinn sé Badda.
Grétar Rögnvarsson, 25.3.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.