9.september
9.9.2007 | 18:49
Í dag á minn elskulegi Óðinn bróðir afmæli. September er svo stútfullur af afmælum innan fjölskyldunnar.
Dagurinn í dag hefur farið í eintóma leti og rólegheit. Í gærkvöldi kom til okkar fólk í grill og svo bættust fleiri við eftir mat og var þetta mjög skemmtilegt. Raggi spilaði á gítarinn og svo var sungið og sungið. Rosalega fínt kvöld. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir leti minni í dag.
Pétur Marinó var að koma. Ætla að fara að spjalla við hann og athuga hvernig helgin hafi gengið hjá honum, enn hann var að sitjast á skólabekk aftur. Gaman af því hvað margir eru farnir að nýta sér fjarnám ýmiskonar, fólk á öllum aldri. Þetta er líka svo ofsalega gaman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með bróður þinn.
Jahá hann er kominn til þín en ekki mín.....jamm og já.
Og þú góð maður, ekki partý mánuðum saman en neitt slíkt og svo um leið og við förum úr bænum þá slærð þú upp djammi! Og einmitt svona djamm eins og ég er alltaf að tala um að séu skemmtilegust hnuss.
Já já ég skil.
Kristjana Atladóttir, 9.9.2007 kl. 19:27
Elsku elsku besta. Þetta var bara upphitunarpartý fyrir öll partýin sem verða haldin þegar þú kemur.
Sóley Valdimarsdóttir, 9.9.2007 kl. 21:22
Já nafna og við eigum greinilega ALLS ekki að fara burtu sömu helgina. Við verðum að skipuleggja okkur betur.
Kristjana Atladóttir, 12.9.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.