Hneyksli

Hvað ætli hann þurfi að sitja lengi inni?

mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef sjálf sótt nauðgunarmann til saka en í öðru landi.  Það tók mig 7 ár, rúmlega 800þúsund krónur, fjölda ferða til landins og ómældan sársauka til að fá hann dæmdan í 4 MÁNAÐA fangelsi nú í janúarlok á þessu ári.

Því má segja að þrátt fyrir lágan refsitíma hér á landi er þetta samt mun hærra en það sem ég hef persónulega reynslu af svona málum.  Önnur Evrópulönd eru mörg hver enn erfiðari en Ísland varðandi kynferðisafbrotamál, bæði varðandi réttarkerfið sjálft sem og stuðning við þolendur.  Neyðarteymið á gamla borgarspítala, er til fyrirmyndar og eiga skilið hrós fyrir.  Ég hef heyrt af svipuðum teymum í sumum skandinavíuríkjum, hinsvegar get ég sagt með sanni að flest önnur Evrópulönd hafa ekkert slíkt fyrir þolendur.

Kynferðisafbrot er eitt þeirra brota sem er einna erfiðast að sanna en einnig það brot sem eru þolendum erfiðust, sérstaklega til langframa.  Því er ég algerlega sammála því að refsingar skuli hækka - refsirammann þarf að þrengja í 5-16 ár. 

Það eina sem ég bið um í þessum pistli er að fólk geri sér grein fyrir að þetta kerfi - eins meingallað og það er- er ekki erfiðasta réttarkerfið fyrir þolendur nauðgana. Munum eftir því sem gert er rétt og vel einnig, styðjum það og hvetjum.

Til þeirra kvenna sem hafa kært, kæru systur, ég veit hvað þið hafið þurft að þola.  Ég er hreykin af ykkur. 

Alda Lilja (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband