Kominn tími
11.6.2007 | 22:09
á smá blogg. Það er nú orðið ansi langt síðan að ég kíkti hér inn síðast, svo langt að ég var búin að gleyma lykilorðinu. Við fjölskyldan fórum suður um Hvítasunnuhelgina og áttum yndislega daga með fólkinu okkar þar. Það er alltaf erfiðara og erfiðara að kveðja og halda aftur af stað austur, þó að auðvitað sé alltaf gott að koma heim. Bara að ég gæti tekið alla með heheheheheh.
Jæja svo kom sjómannahelgin og hún var ansi skemmtileg. Þegar ég flutti hingað austur þá fyrst tók maður eftir þessari helgi, ég segi helgi því hér fyrir austan er það öll helgin sem er undirlögð í skemmtanahöldum. Ansi skemmtilegt það.
Þessi helgi sem var að líða var mjög skemmtileg líka, en á laugardaginn hélt Alcoa hátíð hér í Fjarðabyggð. Frábær dagur og frábært veður. Það sem var yndislegast við þetta allt saman var að ég fékk gesti. Þorgeir frændi minn var að vinna við að setja upp hátíðina því fyrirtækið sem hann vinnur hjá, Truenorth, sá um herlegheitin fyrir Alcoa. Því miður var Þorgeir frekar lítið hjá okkur en við fengum í staðin að hafa Maríu, Valentínu og Óðinn Flóka. Nú eru þau farin og ansi tómlegt á heimilinu. En þó að tíminn hafi ekki verið mikill með þeim þá var hann vel nýttur og þakka ég þeim bara kærlega fyrir að hafa verið hjá okkur. Takk gullin mín, þúsund kossar og knús.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.