Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þegar foreldrar mínir fluttu á elliheimili.
29.11.2007 | 16:41
Það var árið 2005. Það er sumar. Ég og krakkarnir flugum suður til að hjálpa til við fluttning foreldra minna inn á elliheimili. Það verður á seinkunn á fluttningnum aftur og aftur. Í einu af símtali mínu við starfsfólks elliheimilisins er ástæðan fyrir töfunum sú að það er ekki búið að mála herbergið sem þau eiga að fá. Ég segist ekki geta verið mikið lengur í bænum og spyr hvort það sé þá ekki í lagi að fluttningurinn dragist um hálfan mánuðu í viðbót, þá verði ég er komin í sumarfrí og get þá komið aftur suður. Svarið sem ég fæ er nei, ef þið takið ekki plássið þegar það verður tilbúið þá fara foreldrar þínir bara aftast í röðina. Þá býðst ég til að mála herbergið þeim að kostnaðarlausu. Það er hálf hleigið í símanum og mér tjáð að það gangi ekki upp. Siðan breytist allt hjá fjölslydunni. Í staðinn fyrir að huga að fluttningum foreldra minna á elliheimili lætur annar bróðir minn lífið í slysi og vera mín í höfuðborginni lengist þar að leiðandi. Innan við hálfan mánuð frá fráfalli bróður míns er hringt frá elliheimilinu og okkur tjáð að herbergið sé tilbúið. Þrátt fyrir það sem á undan var gengið var ákveðið að slá til og flytja, þar sem bróðir minn sem lést hafði búið með foreldrum mínum og séð um þau að mestu og hann nú farinn, pabbi orðinn það lélegur að hann gat ekki með góðu móti farið á milli hæða í húsinu og móðir mín með Alzheimer. Þann dag sem þau fluttu inn kom til mín hjúkrunarfræðingur og var það hreinskilin við mig og sagði að það hefði láðst að láta starfsfólk, þeirrar deildar sem foreldrar mínir fluttu á, vita af komu þeirra. Ég verð að viðurkenna að mér brá svolítið og bað hana að koma með mér aðeins afsíðis. Þar reyndi ég að stikkla á stóru hvað gengið hefði á síðustu daga og var með bréf frá lækni mömmu um hennar ástand. Þetta byrjaði semsagt frekar ílla og hefur oft á tíðum verið ansi dapurlegt hvernig komið hefur verið fram við þau, allavega hefur tvívegis sem ég veit um fallið niður bað hjá mömmu og þar að leiðandi liðið hálfur mánuður á milli baðdaga, því hún er bara böðuð á föstudögum og ef þeir dagar eru ekki fullmannaðir þá þarf hún bara bíða eftir næsta föstudegi. Ég veit að elliheimilin eru ílla mönnuð af fólki sem er ílla launað en það á ekki að bitna á fólkinu sem þar býr.
Ahverju er ég að tala um þetta núna? Jú það er grein í fréttablaði FAAS (félag aðstandenda með Alzheimer). Þar segir að í nýlegum rannsóknum kemur fram að starfsfólk á elliheimilum tekur oft ekki eða lætur hjá líða að meta þarf það mikla tilfinningalega álag sem flutningur á stofunun er fyrir margar fjölskyldur. Því sé það það mikilvægasta sem starfsfólk gerir á þessu tímabili er að gefa fjölskyldunni allri góðan tíma til að aðlagast nýju lífsmynstri. Góð samvinna allra þeirra sem að málinu koma er algjörlega nauðsynleg til að tryggja vellíðan í víðtækum skilningi.
Ég vildi óska að ég gæti sagt að þannig vær það í raun og veru. Bara það eitt að þurfa að flytja inn á elliheimili er mikil breyting, ég tala nú ekki um þegar aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá andláti barns þeirra sem inn á elliheimilið flytja.
Ég ætla að láta þetta gott heita í bili.
9.september
9.9.2007 | 18:49
Í dag á minn elskulegi Óðinn bróðir afmæli. September er svo stútfullur af afmælum innan fjölskyldunnar.
Dagurinn í dag hefur farið í eintóma leti og rólegheit. Í gærkvöldi kom til okkar fólk í grill og svo bættust fleiri við eftir mat og var þetta mjög skemmtilegt. Raggi spilaði á gítarinn og svo var sungið og sungið. Rosalega fínt kvöld. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir leti minni í dag.
Pétur Marinó var að koma. Ætla að fara að spjalla við hann og athuga hvernig helgin hafi gengið hjá honum, enn hann var að sitjast á skólabekk aftur. Gaman af því hvað margir eru farnir að nýta sér fjarnám ýmiskonar, fólk á öllum aldri. Þetta er líka svo ofsalega gaman.
Blogg andinn týndist.
6.9.2007 | 22:29
Vá er að horfa á danskeppni á stöð 2, og þvílík snilld.
Já ég hef fengið að heyra það að ég hef ekki verið nógu dugleg að skrifa hér en reyni að taka mig á. Hehehehe ég tala bara eins og ég sé undir mikilli pressu.
Ég fór í höfuðborgina og var þar í 8 daga. Það getur verið 100% starf að vera með foreldra sína inn á elliheimili. Það er margt sem ég er ekki ánægð í sambandi við þá þjónustu sem þau fá en ég held að ég leggi ekki í þá umræðu hér, allavega ekki núna.
Nú er skólinn byrjaður og það hefur verið mikið að gera í vinnunni, en það er bara gaman að hafa nóg að gera. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna á eins yndislegum vinnustað eins og leikskóli er.
Ég ætla að kveðja í bili.