Og hvað á maður svo að kjósa?

Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að kjósa. Mikið held ég að það sé gott
að vera með það á hreinu. Mér finnst atkvæði mitt það dýrmætt að ég vil
ekki sóa því. Kannski er ástæðan að ég treysti bara engu af þessu liði
eða að ég er bara svo óþroskuð að ég fatta þetta bara ekki. Þegar ég verð orðin stór þá ætla ég að vera með þessi mál á hreinu.

Sjómannadagsball

Ef skúbbið er rétt þá ætla ég sko á sjómannadagsball. Við og vinarfólk okkar erum byrjuð að hita upp fyrir herlegheitin. 


Hvað er þetta með heyrnalausa menn og austfirskar konur?

Ég hef ákveðið mastersritgerðina mína, ef að henni verður e-h tíman. Ég hef áhuga á að rannsaka samskipti heyrnalausra manna og austfirskra kvenna. Ástæðan, jú ég hef heyrt um konur hér fyrir austan sem haga sér undanlega þegar heyrnalausir menn banka upp hjá þeim og eru að reyna að selja þeim happdrættismiða til styrktar félagi heyrnalausra. Þær kunna ekki fingramál og hvað hafa þær gert í staðinn?Auðvitað gripið til enskunnar. HHHaaalllóóó stúlkur þeir eru HEYRNALAUSIR, líka á ensku.


Lögreglan á hrós skilið

Japanskur ferðamaður

Ég er stolt af lögreglunni að finna út að þetta var einstaklingur frá Japan, reyndar kemur fram í fréttinni að talið sé að maðurinn sé frá Japan, þannig að þeir eru ekki alveg búnir að fatta hvaðan hann er. En þeir eru samt alveg rosalega klárir ef reynist rétt, hvernig fara þeir að þessu. Eða er þetta bara svona klúðursleg frétt frá blaðamanni. Nei maður spyr sig.

 

 

 

 


Aumingja hænurnar

Við hjónin vorum að spjalla um daginn um eggjatínslu. Raggi vildi ólmur
fara í göngu meðfram fyrðinum og tína þar egg. Ég fór þá að velta fyrir
mér hvort þetta flokkaðist undir fóstureyðingu eða hvað? Ég sagði að
mér þætti þetta ekki fallegt. Aumingja fuglarnir búnir að fljúga
jafnvel langa leið til að eignast afkvæmi og hvað svo. Nei nei, kemur
ekki eitthvað fólk á heilsubótargöngu og tekur eggin. Sorry birdy
gengur bara betur næst. Þetta er ekki bara ljótt heldur ógeðslega ljótt
að gera svona. Þá fór ég að hugsa aðeins lengra, hvað með allar
hænurnar sem eru á hænsnabúunum. Þær hljóta að vera orðnar yfirbugaðar
af sorg. Alveg sama hvað þær reyna að verpa eggjum og fjölga sér, þá
skal alltaf einhver koma og tína eggin. Ég var rosalega fegin að við
fundum engin egg og fórum heim og ég eldaði KJÚKLING.

Komið þið sæl

Ég ætla að prófa að skipta um blogg umhverfi og ath hvort það verði til þess að ég nenni að blogga. Ég fattaði ekki hvernig á að færa færslur yfir frá gamla blogginu og hingað inn svo ég setti bara link á gamal bloggið.

Núna er ég búin í skólanum þetta skólaárið og mér líður eins og konunum í dömubindaauglýsingunum, frjáls sem sagt. Æðisleg tilfinning. Enn námið er ekki búið svo þetta verður skammvinn sæla en um að gera að njóta hennar í botn.

Það er alveg fullt fullt sem hefur verið að brjótast um í huga mínum síðast liðna daga og á meðan það var í huganum fannst mér það ótrúlega merkilegt en kannski það verði ekki eins merkilegt þegar það er komið á blað.

Ég heyrði í dag viðtal við einhvern hjúkrunarfræðing (held ég) sem var að tala um bág kjör aldraða. Ég var henni fyllilega sammála en þó var það eitt sem stakk mig sem hún sagði en það var "að aðstandendur séu haldnir í gíslingu vegna slæmra mála við að koma aðstandanda sínum á viðeigandi stofnun." Þá var mér nú hugsað um alla þá daga sem aðstandendur okkar hafa verið í gíslingu þegar þeir voru að ala okkur upp. Það má ekki gera aðstandendur af einhverjum fórnalömbum heldur að einblína á aðbúnað fólksins alls í landinu, gamla fólksins í þessu tilfelli. Það er það sem skiptir máli að þau fái þann aðbúnað sem er þeim fyrir bestu. Kastljósinu á að vera beint að þeim en ekki aðstandendum.

Annað sem ég heyrði um daginn var að í einni fjölskyldu sem ég veit um var einn fjölskyldumeðlimur að segja öðrum í fjölskyldunni um samkynhneigð sína. Gott mál en það sem mér fannst skondið þegar ég heyrði af þessu var að foreldranir þurftu að fá utan að komandi aðstoð. Þetta fatta ég ekki alveg. Er það svona hrikalegt að fá þær fréttir að barnið manns sé samkynhneigt?? Mér fyndist það hrikalegt ef það hefði verið að tikynna foreldrunum að barnið þeirra væri í fíkniefnum. En ekki hvern það elskar og líður vel með. Ég get náttúrulega ekki dæmt neitt þar sem ég hef ekki verið í þessum sporum en þetta er forvitnilegt.

Kveð í bili og býð góða nótt. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband