Ég er eitthvað svo sorgmædd

Í fyrsta lagi er það vegna gríðarlegs vanmáttar sem ég finn fyrir þessa daga þegar mamma hverfur frá okkur meir og meir. Sjúkdómurinn Alzheimer er hræðilegur, sérstaklega fyrir þann sem veikur er. Þegar sjúkdómsgreiningin liggur fyrir tekur við mikil hræðsla við það sem koma skal. Í okkar tilfelli finnst mér eins og við fjölskyldan hafi talað um þetta hvort við annað en ekki við mömmu sjálfa. Ekki man ég eftir að hafa spurt mömmu hvernig henni liði með þessa vitneskju. Kannski finnst manni málin vera of raunveruleg þegar talað er um þau upphátt. Nú vildi ég að ég hafi spjallað meira við mömmu um sjúkdóminn, hvernig henni liði, hvað hún hugsaði og hvort ég gæti gert eitthvað til að létta undir mér henni. Nú er þetta allt orðið of seint. Hún er algjörlega ein. Það er oftast ekki hægt að vita hvað hún er að hugsa og ekki mikið hægt að gera til að létta undir með henni því hún gleymir jafn óðum. Hún er hrædd, hún skilur ekki hvað er að gerast í kringum hana og það er hræðilegt að geta ekki huggað.

Ég er líka sorgmædd vegna mannvonskunnar sem mér finnst alltaf að aukast. Hvernig er hægt að vera svona vond/ur samanber þær fréttir sem nú dynja á okkur þessa dagana vegna hræðilegs ofbeldis af hendi föður í garð barna sinna. 

Reynum að taka okkur saman í andlitinu og verum miklu betri við hvert annað. Allt í einu er það jafnvel orðið of seint. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Sæl Ester.

Það eru að orðin 8 ár síðan mamma greindist. Á þeim tíma er maður búinn að kynna sér annsi mikið og læra mikið. Nú er það bara orðið þannig að gamlar myndir og gamlir tímar gleðja ekki lengur.

En takk fyrir þitt innlegg í því er mikill sannleikur.

Sóley Valdimarsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Takk fyrir það, Ester

Sóley Valdimarsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Þetta er alveg hræðilegur sjúkdómur og allir þeir sem þjást af þessum sjúkdóm og aðstandendur þeirra eiga alla mína samúð

Og mikið væri það nú líka yndislegt líf ef allir kæmu fram við hvort annað af ást og umhyggju - væri sko til í að vera í farabroddi í að koma því á - en sennilegast er það óvinnandi vegur en, maður getur byrjað á að tileinka sér þetta sjálfur og koma þessu á svona í kringum sig  

En hel.... mannvonskan er vond, svo mikið er víst...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 21.9.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Elsku snúllan mín, þetta líf er ekki alltaf sanngjarnt, því miður. Þekki ekki þennan sjúkdóm en skil vel vanmátt þinn og líðan þína gagnvart þessu öllu, það er svo sárt að horfa upp á sína nánustu eiga erfitt.

Gangi þér og þínum sem allra allra best mín kæra

Guðrún Hauksdóttir, 22.9.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Badda: Ég held að það sé einmitt byrjunin hjá öllum að taka til í sínum eigin garði og þannig verður þetta ekki óvinnandi vegur.

Guðrún: Takk fyrir fallegar kveðjur, þær hjálpa

Sóley Valdimarsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:35

7 identicon

Elskulega frænka mín!

Mikið er gaman að finna þig aftur eftir öll þessi ár. Lífið hefur greinilega ekki farið sérlega mjúkum höndum um okkur frænkurnar og stundum skil ég ekki hvernig við stöndum bara uppréttar eftir allann missinn.

Það er hryllilegt að horfa upp á ástvini sína hverfa fyrir framan nefið á manni. Deyja sjálfum sér en vera samt á lífi...ég held að ekkert sé eins erfitt elsku Sóley. Sorgin sem maður gengur í gegnum er svo langt og strangt ferli...sektarkenndin að hafa ekki gripið í einhverja tauma fyrr...sagt þetta eða hitt, ég skil þig svo vel kæra vina.

En sektarkenndin gerir ekkert nema tæra þig að innan, ræna mann sjálfum sér, rétt eins og fólkið okkar er rænt sjálfum sér af sjúkdómum. Það eina sem við getum gert er að halda áfram...umvefja það líf sem mæður okkar og bræður fá ekki að njóta. Vera til staðar og hugga þegar á þarf og styrkja og hugga okkur sjálfar. 

Álagið er svo mikið kæra Sóley....notaðu alla þína orku í sjálfan þig og fjölskylduna þína...börnin þín sem þú átt og vinnur með. Sektarkenndin rænir okkur orku. Við höfum ávallt gert okkar besta...ekki gleyma því...þótt að okkur finnist við hafa getað gert betur þegar frá líður og við kynnumst harðneskju sjúkdóma betur. 

Og þó að við höfum aflað okkur alla þekkingu og séum orðnir sérfræðingar í sjúkdómum okkar nánustu, þá er líðan okkar oft ekki í neinum takti við einhverja vitneskju. Þú varst sjálf að ganga í gegnum áföll, áfallið yfir því að móðir þín er að hverfa frá þér smátt og smátt og áfallið yfir því að bróðir þinn skildi við þetta líf. 

Þú hefur staðið þig eins og hetja.... þær standa hugrakkar...ganga inn í aðstæður þrátt fyrir óttann....til þess þarf hugrekki og óbilandi kjark.  Ég er viss um að ef að mamma þín hefði einhver tengls við veruleikann þá mundi hún umvefja þig með sínum sterka móðurarmi og segja: Elsku Sóley...sólargreilsinn okkar....sem ber nafn hans meira að segja....ég er svo óendanlega stolt af þér og þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér....bar með því að vera dóttir mín.

Sendi þér kærleikskveðju og bið fyrir þér og þínum

þín frænka Anna Bentína

Anna Bentína Hermansen (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 10:33

8 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Vá hvað þetta eru falleg skrif kæra frænka. Takk takk

Sóley Valdimarsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband