Mig dreymdi draum
31.8.2008 | 20:33
Mig dreymdi Þröst bróðir í nótt, í þriðja skipti ( svo ég muni) síðan hann lést fyrir rétt rúmum 3 árum. Fyrsti draumurinn var ekki góður, draumur númer tvö var mjög fínn og þessi í nótt var svona mitt á milli. Byrjaði illa en endaði vel. Ég tók utan um hann, sagði honum að ég elskaði hann en bað hann svo að fara að koma heim. Já það væri fátt yndislegra en að fá hann bara heim aftur, en það er víst ekki í boði.
Ný vinnuvika er framundan og byrja tveir nýir starfsmenn hjá mér á morgun. Það er alltaf auka álag að koma nýju fólki inn í ný störf en einnig spennandi.
Ég er líka byrjuð í skólanum og er eitthvað að reyna að læra í hausinn á mér svona inn á milli. Semsagt nóg að gera sem er bara hið besta mál.
Athugasemdir
Gangi þér bara vel Sóley mín og takk fyrir fótboltasumarið.
Grétar Rögnvarsson, 31.8.2008 kl. 22:47
Takk sömuleiðis, elsku Grétar
Sóley Valdimarsdóttir, 1.9.2008 kl. 19:46
Knús til þín ljúfan.
Solveig (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 13:26
Adda bloggar, 6.9.2008 kl. 17:01
Að dreyma látin bróður sinn getur táknað að þú eigir von á bónorði....
Ertu kannski gift?
En...það er sárt að sakna...
Halla Rut , 9.9.2008 kl. 10:58
Já Halla, ég er gift svo ég yrði að segja nei ef ég fengi bónorð frá einhverjum öðrum :-(
Já það er sko sárt að sakna. En söknuður er vegna einhvers sem var manni kært, í þessu tilfelli elskað og það er gott að hugga sig við það.
Sóley Valdimarsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.