Jæja þá er þessi dagur að renna sitt skeið.

Sumarfríinu mínu lauk í dag og þar með er sú sæla búin. Ég hef haft það yndislega gott í fríinu og það leið ótrúlega fljótt. En það er alltaf gott þegar lífið kemst í sína föstu rútínu. Það verður innilota hjá mér í skólanum á mánudaginn næsta svo það er mjög sennilegt að maður fari í borgina eftir vinnu á föstudag og verði fram á mánudagskvöld. Ég nota alltaf tækifærið þegar innilotur eru og er með mömmu og pabba eins mikið og ég get.

Ég hef verið mjög dugleg undanfarið og endurnýjað gömul kynni mín við skólafélaga mína úr Fellaskóla. Það var Facebook sem kom mér á bragðið og þar hef ég hitt fullt af skemmtilegum, gömlum vinum. Suma hitti ég yfir kaffibolla í Rvk í sumar. Mér finnst alltaf mikilvægara og mikilvægara að viðhalda góðum tengslum við alla þá góðu vini sem maður eignast á lífsleiðinni. Maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Svo það er best að vanda sig í allri framkomu sinni svo maður þurfi helst ekki að sjá eftir einhverju sem ekki verður leiðrétt.

 

Bless í bili og verið góð við hvert annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Þið kannski lítið til með hvorri annarri þú og Badda ef þið ætlið að heiðra höfuðborgin a ómenningarnótt. Var nú einu sinni viðstaddur þennan viðburð og hef ekki áhuga aftur ekki hægt að þverfóta fyrir fólki og í ausandi rigningu í þokkabót, en annars takk fyrir síðast og eigðu góðar stundir.

Grétar Rögnvarsson, 19.8.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Iss þú er bara öfundsjúkur, Grétar minn, þér dauðlangar að vera með okkur Böddu á menningarnótt. Takk sömuleiðis fyrir síðast. Farðu vel með þig

Sóley Valdimarsdóttir, 19.8.2008 kl. 18:21

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Kannski að ég slái bara til og bjóði Önnu suður á meiningarnótt, en held að ég vilji bara vera fyrir austan í rólegheitunum, eigum eftir að koma okkur betur fyrir í nýja húsinu og svo er síðasta helgin hans Dengsa heima áður en hann fer í skólann, en bara. Góða skemmtun

Grétar Rögnvarsson, 19.8.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband