Goslokahátíð

Við krakkarnir skruppum til Vestmanneyja á goslokahátíð um síðustu helgi og var það hreint út sagt frábært. Vestmanneyjar eru svo fallegar og yndislegar. Við brunuðum af stað seinnipart á miðvikudeginum og gistum rétt hjá Kirkjubæjarklaustri. Á fimmtudeginum brunuðum við svo beint til Reykjavíkur og gátum verið þar í 3 tíma hjá fólkinu okkar áður en lagt var í hann í Herjólf um kvöldið. Helginni var svo eytt í faðmi yndislegra ættingja á eyjunni fögru. 

Nú er ég komin í lang þráð sumarfrí. Ekki neitt planað svosem nema að fara í borgina og fara á Reycup fófboltamót og svo eru einhverjar stuttar ferðir fyrirhugaðar með fellihýsið í eftirdragi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Hafðu það gott í fríinu

Guðrún Hauksdóttir, 12.7.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Takk kærlega fyrir það

Sóley Valdimarsdóttir, 13.7.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Ég fer lílka í stutt skrepp í borgina um helgina, ég skoppa þangað á hálfsmánaðar fresti í meðferð við innilokunarkennd ... 

LKS - hvunndagshetja, 15.7.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband