Sælt veri fólkið
11.5.2008 | 20:58
Þá fer nú að styttast í að ég fari í ristilsspeglun og verður dagurinn á morgun helgaður þeirri rannsókn eða úthreinsun fyrir herlegheitin. Ef það væri hægt þá væri ég nú alveg til í að sofna í kvöld og vakna seinnipartinn á þriðjudaginn og þá væri allt búið, en það er víst ekki í boði. En það er bara gott mál að það sé verið að rannsaka mallakút og vonandi finnst hvað sé að og því kippt í liðinn.
Það átti að vera ættarmót út í eyjum nú í byrjun júlí eða á goslokahátíðinni. En þátttakan var ekki næg og þar að leiðandi hefur ættarmótið verið blásið af. En ég ætla samt með krakkana á goslokahátíðina og hitta vini og vandamenn. Goslokahátíðin er víst ekki síður skemmtileg en þjóhátíðin og á hana hef ég farið og skemmti mér frábærlega. Að vera út í eyjum í góðu veðri er ólýsanlega fallegt og skemmtilegt og vona ég bara að veðrið eigi eftir að sýna sínar bestu hliðar þegar við mætum.
Þessa myndir eru teknar þegar við fórum til eyja sumarið 2006 og fengum frábært veður allan tíman.
Jæja ætla út að hjóla.
Athugasemdir
Áður enn ég flutti til Svíþjóðar var ég að vinna í Eyjum... hef góðar minningar þaðan.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 21:14
góður pistill.kv adda
ps.elskurnar mínar, langar að benda ykkur á þessa ungu hetju og biðja fyrir henni.Hún heitir Sigrún og er ung móðir með hvítblæði,og er úti í svíþjóð þessa dagana í mergskiptum.Þetta er erfið meðferð sem reynir á hetjuna mína!
ps.afsakaðu að ég tróð þessu inn á bloggið þitten allar bænir og hugsanir hjálpa henni
http://sigrunth.bloggar.is/
Adda bloggar, 13.5.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.