Samheldni
8.5.2008 | 17:28
Góðan og blessaðan daginn.
Frá áramótum höfum við stöllurnar í vinnunni tekið upp á ýmsu til að þjappa hópnum betur saman. Í byrjun árs skráðum við okkur í verkefni sem bera heitið Heil og sæl í vinnunni. Upp frá því var stofnaður gönguhópur og er farið út að ganga saman 1x í viku. Stundum hafa bara tvær mætt eða jafnvel ein en ég held að ég geti fullyrt að það sé bara einn göngudagur sem hefur dottið niður. Þetta hefur komið vel út og gaman að kynnast fólkinu sem maður hefur verið að vinna með, í mislangan tíma, í öðrum aðstæðum. Þessa dagana erum við að taka þátt í Hjólað í vinnuna og höfum við skipt þátttakendum í tvö lið og nú er sko hörð keppni á milli þessara tveggja liða. Ég veit að það er alltaf mottóið að vera með en MITT LIÐ SKAL VINNA
Athugasemdir
Áfram Rauða deild
já hvað, held að sjálfsögðu með minni gömlu deil, ekki með neinu liði, heldur bara deildinni, takk
Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.5.2008 kl. 17:42
Það er ekki svoleiðis addna. Það eru bara tvö lið óháð hvar í húsinu þú vinnur
Sóley Valdimarsdóttir, 8.5.2008 kl. 17:51
hæ skvís vona þú sért eitthvað að lagast. Nú er ég buin að fá bréfið ógurlega frá skólanum og koms bara inn í báða skólana og nú er að velja. Á samt von á að KHI verði fyrir valinu. Hlakka til að hitta þig þegar við fundum næst. kveðja yfir hálsinn :)
Lotta (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.