Engin árshátíð :-(

Maginn ætlar eitthvað að vera áfram með stæla og ákvað að kyrrsetja mig heima í kvöld í stað þess að leyfa mér að fara á árshátíð hjá Alcoa.Pinch Ætli ég hafi ekki vitað þetta innst inni því ég var ekki búin að gera neinar ráðstafanir með krakkana og ekki að finna út í hvaða fötum ég ætlaði. Raggi fór því einn að þessu sinni og á örugglega eftir að skemmta sér bara fyrir okkur bæði. En ég verð bara heima í staðinn og hef það huggulegt með henni Karenu minni.

En það er eins gott að maginn verði komin í lag á þriðjudaginn þegar ég flýg til Reykjavíkur. Þar verð ég í nokkra tíma (mest hjá mömmu og pabba) og svo fljúgum við til Köben á miðvikudagsmorgunn.

Ætla að kveðja í bili. Hafið það sem allra best. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Já nú er ÉG skynsöm

Sóley Valdimarsdóttir, 19.4.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vonandi er ekkert alvarlegt að maganum.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Nei ég vona ekki. Þetta lagast, það sagði mamma alltaf með sérstökum tón í röddinni

Sóley Valdimarsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já góða, vertu stillt heima í kvöld, á morgun og hinn... ég meira að segja lét þig ekki á skutl á Reyðarfjörð listann, því þú átt að vera stillt...og slappa af...

Og, það kemur árshátið eftir þessa............vittu til og svo er bráðum sjómannaball og allt sko...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:14

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Láttu þér batna Sóley mín og góða ferð í Danaveldi og góða skemmtun.

Grétar Rögnvarsson, 21.4.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband