Á biðstofunni

Í gærmorgun var ég stödd á læknabiðstofu og á meðan ég beið fletti ég ansi forvitnilegu blaði sem ber heitið Skakki turninn. Þetta er víst tímarit um allt og ekkert. Á einni síðunni voru frásagnir af dómum sem ýmist voru synjaðir eða kærandinn fékk eitthvað fyrir sinn snúð. Það sem var skrítið við þetta voru þau mál sem verið var að dæma í. Það er greinilegt að  hægt er að fara með allan andsk. fyrir dóm. Dæmi: Kona ein fór í skaðabótamál við ekkju eina. En kærandinn hafði keyrt yfir mann ekkjunnar og þurft að horfa upp á hann láta lífið fyrir framan hana og fór það eitthvað ílla í hanaShocking Amma ein fór í mál við Disney World því að barnabörnin hennar höfðu séð Mikka Mús fara úr búningnum og þau ekki verið söm á eftirPinch Að lokum var það ung kona sem fór í mál við veðurfréttamann sem hafði spáð góðu veðri einhvern tiltekinn dag. Unga konan fór því eitthvað fáklædd út en veðrið var víst ekki eins gott og spáð hafði verið, hún veiktist og þurfti að vera heima í einhverja daga og komst því ekki í vinnu.Sick Já það er margt skrítið úti í þessum stóra heimi. Ég held að ég myndi nú ekki kaupa þetta blað en gott að hafa það á biðstofum landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég las einu sinni bráðfyndna frétt um einn mann sem hefði verið að keyra nýa húsbílinn sinn. Í staðinn fyrir að það stæði cruise control  þá stóð  Auto pilot - ökumaðurinn setti á auto pilot og fór aftur í bíl - lendi í slysi og vann málið.

 ÞAÐ ER MARGT SKRÍTIÐ Í KÝRHAUSNUM

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Þjófur í Englandi fór í mál við húseiganda sem hann hafði reynt að brjótast inn hjá  - og vann málið. Það sem gerðist er að þjófurinn kom að nóttu inn í húsgarð og fann stiga sem hann reisti upp við húsið til að komast inn um opinn glugga á 2. hæð hússins. Nema hvað þegar hann er kominn eitthvað áleiðis upp stigann, gefur eitt þrepið sig og hann hrynur niður - og fótbrýtur sig. Hann vann málið, því húseigandanum bar að sjá til þess að ekki væru slysagildrur í garðinum hans! Þetta hefði aldrei getað gerst í henni Amríku, þar sem húseigendum er leyfilegt að skjóta þá sem koma "trespassing" inn í garðinn þeirra. Talandi um friðhelgi og eignarrétt ...

LKS - hvunndagshetja, 10.4.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband