Er komin heim
30.3.2008 | 23:47
Við hjónin áttum yndislegan tíma í Reykjavík. Hittum fullt af yndislegu fólki, fórum út að borða, í leikhús, heimsóknir og versluðum. Það var erfitt að kveðja mömmu og pabba eins og vanalega.
Ég held að mig langi að flytja aftur í höfuðborgina. Þar eru miklu fleiri möguleikar fyrir mig með mína menntun og þar er allt fólkið mitt. Það er mjög gott að búa hér sem ég bý, en það er samt eitthvað sem fær mig til að langa að fara héðan. Kannski er þetta bara eitthvað sem líður hjá, sjáum til.
Athugasemdir
Skil þig mjög vel.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 05:30
Já, sjáum til. Ég er aftur "hrædd um" að ég sé að fara í hina áttina: ætlaði í upphafi bara að vera 8 mán. á Patró, en eftir 40 daga er ég alveg til í að lengja dvölina, .... en sjáum og sjáum og sjáum til
LKS - hvunndagshetja, 31.3.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.