Því miður hafði pabbi rétt fyrir sér

Í þennan tíma sem foreldrar mínir hafa búið að elliheimili hefur pabbi oft verið hræddur um að ef við krakkarnir erum eitthvað að spyrjast fyrir um eitthvað í starfsemi elliheimilisins að það myndi bitna á þeim. Ég hef sagt að það væri óþarfa áhyggjur enda pössum við okkur að vera kurteis þegar við viljum fá svör við ýmsu sem við erum ekki ánægð með. En því miður hefur það komið á daginn að pabbi hafði rétt fyrir sér. Ég hringdi um daginn á hjúkrunarvaktina og átti mjög gott samtal við þá konu sem svaraði. Hún var mjög kurteis í alla staði og ekkert við þetta símtal að athuga. En viti menn. Strax og hún hafði lokið við símtalið lá leið hennar inn til foreldra minna þar sem hún þrusaði yfir pabba að það væri óþarfi að hringja alltaf beint í krakkana sína  og klaga þegar eitthvað bjátaði á, hann ætti að tala beint við þau. Ef þetta eru viðbrögðin sem gamla fólkið fær frá starfsfólkinu þá er ekkert skrítið ef það leitar eitthvað annað en til þeirra beint með áhyggjur sínar. Auðvitað hringdi ég strax daginn eftir í hennar yfirmann sem tjáði mér að viðkomandi starfsmaður hefði haft þessi orð við sig en ekki vitað að hún hefði líka sagt þau við pabba. Ég tjáði henni að pabbi hefði ekki hringt í mig umrætt kvöld heldur ég í hann eins og ég geri nærri daglega þar sem ég bý hinumegin á landinu og það minnsta sem ég get gert er að hringja í foreldra mína. Eins hafði pabbi alls ekki beðið mig um að hringja til að spyrjast fyrir um viss mál, heldur gerði ég það óumbeðin. Þetta er miklu meira en sorlegt og algjörlega ófyrirgefanlegt. Oft vildi ég óska að ég gæti bara haft foreldra mína heima hjá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 11.3.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Díí, ertu ekki að djóka Ljótt að heyra...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Æi, þetta er svo hryggilegt. Virðingarleysi gagnvart skjólstæðingum sínum er ófyrirgefanlegt. Baráttukveðjur, Sóley mín.

LKS - hvunndagshetja, 12.3.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fólk sem vinnur við þetta lenda flest á þessum stöðum... hvernig hugsar svona fólk?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.3.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Halla Rut

Þetta er ömulegt að heyra Sóley.

Vinkona mín var að byrja að vinna á elliheimili og hún er búin að vera vægast sagt í áfalli síðan hún byrjaði. Þetta er eitt af því sem er að hér á landi. Það vantar sterka gæðastjórnun sem fylgist með þessu aparati öllu.

Það ætti að vera teymi sem væri á landsvísu sem mundi fylgjast með starfsemi leikskóla, skóla, spítala, elliheimila og fl.  

Halla Rut , 23.3.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband