Líkaminn er algjör snilld
6.3.2008 | 20:09
Ef maður hugsar ekki vel um líkamann þá einfaldlega tekur hann málin í sínar hendur og lætur vita að honum sé misboðið. Þannig er mál með vexti að ég er haldin þeim kvilla að vilja alltaf hafa alla góða í kringum mig. Það segja allavega flestir sem þekkja mig hvað mest. Í mörg ár hef ég reynt að breyta aðstæðum í kringum mig þannig að öllum líði vel. Það gefur að skilja að þetta hefur ekki tekist enda er það ekki á mínu færi að breyta einu né neinu nema þá bara sjálfri mér. Auðvitað hefur þetta bara verið vont hvað mig sjálfa varðar og nú hefur líkaminn einfaldlega sagt stopp. Ég fór að fá miklar magakvalir og endaði inn á spítala þar ég fór m.a. í röngenmyndatöku á kviðnum. Þar kom í ljós að ristillinn var yfirfullur og var farið að vinna í því að losa það sem þurfti að losa. Nú er ég öll að koma til og hugsa eins og öldruð kona um allt sem ofaní mig fer.
Maginn er einn af aðalorkustöð líkamans og ef mikið álag í langan tíma á sér stað og ekkert er gert í að losa um sínar tilfinningar er það ávísun á magakvilla. Undanfarin ár hefur, ofaní margt annað, manneskja mér mjög námkomin þjáðst ílla af þunglyndi og nú þegar þessi einstaklingur er allur að koma til og mikil vinna búin að eiga sér stað með hann þá bila ég. Svona eftir á hyggja mjög eðlilegt og kallar á að maður fari að hugsa aðeins betur um sig.
Stundum er fólk að segja við mig: það er alveg merkilegt hvað margt þarf að dynja á þér, Sóley mín. Ég segi hins vegar að svona er lífið og það er ekkert verra við mig en margan annan. Ég á yndislega fjölskyldu, hef lifað góðu lífi, er heilbrigð ( hvað sem það nú er ) hef ofaní mig og á, er með vinnu og ekki yfir neinu að kvarta. Ég verð stundum jafnvel bara reið þegar mér er hrósað fyrir dugnað. Þetta snýst ekkert um dugnað, þetta snýst um að taka því sem lífið hefur að bjóða og gera það besta úr því. Nota áföllin sem maður verður fyrir og læra af þeim til að öðlast meiri visku.
Athugasemdir
Konan mín (hetjan mín) hugsar eins og þú...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 08:38
Lýst vel á konuna, hetjuna, þína.
Sóley Valdimarsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:30
Jamm og já, fjögur svín þar og þrjú hér.
Gott að þú ert að átta þig á því hve nauðsynlegt er að þú sinnir sjálfum þér elskan.
hugs.
Kristjana A (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:07
Hæ frænka mín góð, við erum nú kannski með sömu ættlægu ristilsóþekktina. Ég mæli með eftirfarandi hvunndagslega að staðaldri: ab-mjólk með sesamfræjum, vanilludropum (eða einhverju bragðefni, smekksatriði) og extra-virgin-ólífuolíu út í: klikkar ekki
Vona þú sért samt ekki komin með overdose af ráðleggingum...
LKS - hvunndagshetja, 8.3.2008 kl. 21:00
Mundu bara að fara vel með þig Sóley mín!!!
SiggaRósa (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.