Skrapp aðeins á spítala

Mér var skutlað inn á spítala á fimmtudaginn. Svosem ekkert alvarlegt og vonandi er þetta búið núna. Spítalinn sem ég var á er Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað og þar var bara yndislegt að vera. Sem betur fer hef ég ekki oft þurft að liggja á sjúkrahúsi en hef þó bæði verið á sjúkrahúsi í Rvk og núna á Norðfirði og ég verð að segja að Norðfjörður hefur vinninginn hvað við kemur öll mannleg samskipti og þæginlegheit. Yndislegt starfsfólk í alla staði, sem er örugglega líka á hinum spítölunum, en hér fyrir austan er þetta allt miklu persónulegra. Annars er bara allt gott að frétta og læt ég þetta duga í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Vona þú hafir það betra núna ,,skítabomban" mín Nei, án alls gríns, vona sannarlega að allt hafi gengið vel og þér líði mikið betur núna.

kv. sjúklingurinn í Dalbarðinu

Bjarney Hallgrímsdóttir, 3.3.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Sóley mín, vonandi verða allar þínar sjúkrahússvistir "svosem ekkert alvarlegar" og þannig að uppúr standi hve starfsfólkið hafi verið hupplegt. Ég er nú svona að spá hvort ég endurtaki ekki leikinn á næsta ári og ráði mig til skamms tíma á Eskifirði - þannig get ég skoðað slóðir ömmu Láru og hennar forfeðra. Hér á Patró er ég hins vegar komin á æskuslóðir móðurafa míns, hans Palla krata úr Eyjum. Svo getum við kannski farið saman og kíkt á Tjörnes, þaðan sem Geiri afi var, hmmm. Eða bara skroppið á Mallorca ...

Hafðu það sem bestast og allt þitt fólk - kveðjur til Gunnu og Valda.

LKS - hvunndagshetja, 3.3.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ert þú ekki að djóka frænka. Varst þú hér fyrir ári án þess að láta mig vita? Ég ætla að vona að þú endurtakir þennan leik en látir mig vita í þetta skipti.

Sóley Valdimarsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:44

5 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Nei, ég myndi nú líklega þurfa að læðast með veggjum ef ég hefði komið án þess að smakka pönnsurnar þínar. Ég var komin út úr samhenginu, og meinti að endurtaka leikinn frá því á Patró: ráða mig eins og farandverkamann á hina og þessa góða staði til að víkka mig í heiminum og víkka heiminn í mér. Ég hef held ég aldrei komið til Eskifjarðar, aðeins ca 2-3 x farið framhjá. Er alltaf föst á hálendinu, sko.

LKS - hvunndagshetja, 4.3.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband