AArrrgg
9.2.2008 | 17:27
Við vorum að gera tilboð í bíl fyrir sunnan sem var samþykkt. Ég er að fara suður og ætlaði að sækja bílinn í leiðinni. Svo hringdum við í dag og ætluðum að láta skoða hann fyrir okkur en nei það var búið að selja bílinn. Ha, bíddu bíddu við vorum búin að gera tilboð, því var tekið og ég á leiðinni suður að sækja hann og í millitíðinni er e-h sem býður 50.000 kr. hærra og hann fær bílinn. Auðvitað skil ég að hærra tilboðinu er tekið en við höfðum ekki tækifæri að koma suður fyrr en á morgun og það var búið að láta vita að við ætluðum að taka hann á mánudaginn. Sorry svona eru bara kaupinn á eyrinni. Þetta var aldrei bindandi tilboð, það láðist bara að segja okkur það.
Athugasemdir
Það er nú ekki auðvelt þar sem Þessi "viðskipti" fóru öll í gegnum síma við sölumann bílasölunnar.
Sóley Valdimarsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:00
Mér finnst þetta vera lágkúrulegt af sölumanninum.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.2.2008 kl. 22:10
Hallgrímur Óli Helgason, 10.2.2008 kl. 20:16
Sóley mín, ég hef nú alltaf haft það á tilfinningunni að bílasalar séu ómerkilegustu sölumenn í heimi, held að þeir svífist einskis, og hef bara kynnst því sjálfur, þú bara finnur þér einhvern annan bíl það er til nóg af þeim á bílasölum landsins
Grétar Rögnvarsson, 11.2.2008 kl. 16:06
Þetta er fáránlegt. Vona að þú finnir annan bíl, mér sýnist nóg af þeim.
Kolgrima, 12.2.2008 kl. 17:25
Jamm og jæja, við keyptum bíl á Akranesi sem átti að vera 4x4 svo þegar minn maður mætti á staðinn var hann alls ekki 4x4.
Svo nú eigum við Isuzu Trooper. svona gerast kaupin á eyrinni.
Kristjana A (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 18:16
Bíllinn fannst. Hann er algjört æði Honda Crv árg 2001 sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn. Við hjónin keyrðum heim frá Rvk í gær eftir skóla hjá mér og vorum komin heim kl. 5 í morgun.
Sóley Valdimarsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.