Börn eru yndisleg
7.2.2008 | 20:14
'Eg fékk símhringingu í vinnuna í hádeginu í dag. Í símanum var 11 ára bekkjarbróðir ( og góður vinur) stelpunnar minnar. Hann var að tilkynna mér að stelpan mín væri orðin veik, hún væri með mikinn hausverk og hafði fengið verkjatöflu og var núna með kaldan bakstur á enninu (sem ég frétti síðar að hann hefði útbúið). Hann vildi bara segja mér þetta og spurði hvort ég vildi að hann hefði samband við ömmuna og léti hana sækja sjúklinginn í skólann. Ég (næstum orðlaus yfir hugulsemi drengsins) sagði að hún gæti bara farið heim (heim er næsta hús við skólann) og þar væri pabbi hennar. Þá hafði stráksi einhverjar áhyggjur yfir því að þar fengi sjúklingurinn ekki mikið næði þar sem verið er að vinna í húsi sjúklingsins. Þegar ég hafði sannfært drenginn um að það væri í lagi að hún færi heim fylgdi hann henni alla leið inn og hélt á skólatöskunni hennar, af sjálfsögðu. Ja þvílíkur herramaður.
E.S Stuttu seinna var svo hringt frá skólanum og mér tjáð að stelpan mín hefði farið veik heim. Ég sagðist vita allt um það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.