Er það rétt sem ég held að manneskjan er eitt grimmasta dýr jarðar?

Ég vona að ég hafi ekki rétt fyrir mér. Ég hef velt þessu fyrir mér í nokkurn tíma og mér finnst eins og þetta gæti því miður verið rétt. Öll þessi stríð út í heimi á milli ólíkra ættbálka er enn staðreynd, þeir sem eiga mest vilja bara meir og meir og það að deila með sér er eitthvað sem var gert en er ekki lengur. Menn eins og t.d. Aðalsteinn Jónsson sem hugsaði um sína heimabyggð tilheyra liðinni tíð. Einu sinni fannst mér þetta vera svo sjálfsagt að tímarnir breyttust á þann hátt sem er núna, fannst óhemju vitlaust þegar fólki fannst að þeir sem ættu meira en aðrir gætu ekki deilt því með þeim sem minna ættu. Ég sagði alltaf að hver og einn þyrfti að sjá um sjálfan sig og ekki að öfundast út í þá sem hefðu það mjög fínt. Ég er enn þeirrar skoðunar að öfund er af hinu ílla en er hins vegar einnig á þeirri skoðun að græðgi er það líka. Það hlýtur að vera takmörk fyrir því hvað fólk þarf að eignast til að vera ánægt. En það eru í raun ekki peningar eða ríkidæmi sem hefur fengið mig til að hugsa um dýrategundinni Manneskja. Það er miklu frekar framkoma fólks við hvert annað. Ég hef eins og margir aðrir fylgst með bloggi hjá fólki sem deilir með okkur hinum veikindum sínum eða sinna og sem betur fer fengið lang oftast góðar kveðjur og jafnvel hjálparhönd frá bláókunnu fólki. Það finnst mér yndislegt. En þurfum við að vera veik og jafnvel dauðvona til að kalla fram það góða í hvert öðru? Ég þarf í mínu starfi sem yfirmaður (á kvennavinnustað, hehehehe) oft að kljást við hinar ýmsu hliðar manneskjunnar. Þetta getur verið mis auðvelt/erfitt og fer það oft eftir því hvernig mér sjálfri líður, hvernig tiltekst. Mér finnst að almenn kurteisi sé sjálfsögð, svona í daglegum samskiptum en hana á ekki bara að flagga þegar fólki líður ílla af einhverjum ástæðum.

Ætla að hætta þessu rausi í bili. Takk fyrir mig.

 

 

E.s ekkert hefur sést til músarinnar en það þýðir samt ekki að hún hafi yfirgefið okkurCrying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þakka þér fyrir góðar hugleiðingar um mannvonskuna. Það er óskiljanlegt hvað hægt er að ganga langt í græðgi og mannvonsku, það sjáum við hvern dag í fréttum blaða og fjölmiðla. Ég er sammála þér að öfund er af hinu illa, en kærleikurinn umber allt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.1.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

það er skrítið en stundum skammast ég mín fyrir að vera manneskja,

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband