Það er mús í húsinu

og við náum henni ekki enn og kötturinn hefur ekki áhuga á að ná henni. Það var eftir miðnætti sem ég tók eftir að eitthvað sem var undir hillu í forstofunni vakti óvenju mikinn áhuga köttsins. Mig grunaði strax hvað þetta gæti því miður hugsanlega verið og fékk ég þann grun staðfestan þegar þetta FJARSKA fallega músarkvikindi skaust framhjá okkur kisa og inn í annað herbergi. Skömmu síðar missti kötturinn áhugan á músinni og sá áhugi hefur ekki enn komið þrátt fyrir að músarkrílið flakki hér enn á milli herbergja. Best að gera eina atlögu enn. Læt ykkur vita þegar ég kem henni út, sem verður vonandi sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hættu að mata köttinn og sjáðu hvað skeður.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.1.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Gunnar, eru að meina að ég eigi að taka af henni rjómann, rækjurnar og humarinn  hehehehehe

Anna, þetta er æðislegur köttur. Veit ekki hvort ég myndi skila honum.

Sóley Valdimarsdóttir, 6.1.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband