Laugardagslögin
24.11.2007 | 21:56
Jæja þá ætla ég að gera eina tilraun og horfa í fyrsta sinn á allan þáttinn Laugardagslögin. Ég verð að viðurkenna að ég hef bara ekkert fylgst með þessu og vissi fyrir stuttu um hvað þetta snérist, þ.e að eitt af þessum lögum mun keppa fyrir okkar hönd í Evrovision.
Á meðan á þættinum stóð fór ég að hlusta á þau lög sem áður höfðu keppt. Lagið Game over eftir Fabúlu, sem er reyndar dottið úr keppni finnst mér einna skást og reyndar líka lagið Lullaby to Peace eftir Magnús Þór. Lögin í kvöld skilja svo sem ekkert eftir en Leifur Eiríksson, gestur þáttarins var frábær. Hugsa sér 100 ára gamall söng og gerði leikfimisæfingar.
Athugasemdir
og eru þetta skemmtilegir þættir ?
Halldór Sigurðsson, 24.11.2007 kl. 22:29
Ef ég á að vera alveg hreinskilin Halldór þá verð ég að segja nei, þetta er ekki neitt sem ekki er hægt að vera án.
Sóley Valdimarsdóttir, 24.11.2007 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.