Nauðgun er nauðgun

Ég hef stundum velt því fyrir mér hver tilgangurinn sé þegar verið er
að flytja fréttir af nauðgunum að gerandinn hafi verið frá einhverju
tilteknu landi. Skiptir það einhverju? Nauðgun hlýtur alltaf að vera
jafn ömurleg hvort sem gerandinn sé íslendingur eða útlendingur. Eða er
ég bara svona skrítin?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

En því miður eru það ekki bara útlendingar sem nauðga, þá væri nú auðvelt að stoppa svona hátterni. Eins er það löngu sannað mál að gerendur í nauðgunarmálum eru ekki þær manneskjur sem nauðga afþví að þær hafa ekkert annað fyrir stafni. Mitt mat að nauðgun og önnur afbrot eru ekkert betri eða verri eftir því hverjir fremja þau.

Sóley Valdimarsdóttir, 15.11.2007 kl. 16:02

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Hæ, frænka góð. Ég hef ekki komið í bloggheima aaaaansi lengi núna og er að reyna að lesa ALLT sem hefur verið skrifað undanfarin seytjánhundruð ár. Ég held að það sé kannski ekki markmiðið með þessum pælingum að réttlæta nauðgun útlendinga , heldur hitt hvort við séum búin að opna landið of mikið, hvort þurfi kannski að gera meiri kröfur til þeirra útlendinga sem fá að dvelja hér. T.d. skoða sakaskrá þeirra áður en þeir fá landvistarleyfi. Landið verður sífellt opnara og þetta eru áhyggjur margra. En fleira býr auðvitað að baki og stutt í fordómana gagnvart útlendingum, ef óttinn fær að búa um sig í hugum okkar gagnvart útlendingum í heild. Lögreglan var í fréttum í hádeginu með upplýsingar um að það væri sama hlutfall erlendra karla á Íslandi að nauðga og hlutfall íslenskra karla og jafnframt að nauðgurum meðal erlendra væri ekki að fjölga. Ef ég tók þá rétt eftir, var að reyna að planta skrímslisbílnum okkar í pínulitið bílastæði í Borgartúninu, án þess að ryðja niður ljósastaurum og trjám og án þess að skrapa hliðarnar á bílunum í stæðunum við hliðina. Ég held stundum að sum bílastæði séu á danska kúrnum. Svei mér þá. Allt gott að frétta annars?

LKS - hvunndagshetja, 20.11.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Nauðgun er nauðgun, hver sem fremur það. Finnst alveg óþarfi að nefna að það hafi verið útlendingur eða ekki, nauðgunin er allt ógeðsleg

Og annað, þarf þá ekki að spyrja bara alla íslenska karlmenn um sakavottorð á vissu tímabili, (ekki það að ég vilji að sakhæfir menn koma inn í landið) Menn nauðga hvort sem þeir eru með hreint sakavottorð eða ekki...

Mitt álit alla vega...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 22.11.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband