Féll kylliflöt fyrir þessu
11.11.2007 | 16:21
Þegar ég kom heim á föstudaginn var kertaljós inn í eldhúsi og tveir miðar. Á öðrum stóð I love you mamma og pabbi af öllu mínu hjarta og á hinum var þessi lesning: Elsku mamma líttu inn í stofu, eldhús og inn í herbergi mitt. Þegar þú ert búin að því snúðu þá miðanum við og bannað að svindla, þú verður fyrst að kíkja inn í eldhús, herbergið mitt og stofuna. Kveðja Karen, Guðdís og Veiga.
Auðvitað svindlar maður ekki svo ég hóf skoðunarferð mína. Allt hreint og fínt, búið að skúra, ryksuga og brjóta saman þvott. Jæja þá var komið að því að snúa miðanum við þar stóð, sleep over út um allt ásamt hjörtum og ástarjátningum.
Auðvitar fengu þessar elskur að sofa saman hér. Takk elskurnar þið eruð frábærar.
Það krúttlegasta var að þær héldu að ég kæmi heim kl. 4 en kom ekki fyrr en hálf sjö, þannig að kertin voru búin að loga síðan fyrir kl.4 og sum voru útbrunnin og þær búnar að bíða spenntar í 2 og háfan tíma. Karen reyndar búin að hringja í mig í vinnuna af og til og spyrja hvenær ég kæmi. Þegar ég sagðist ekki vita það og spurði hvort það væri eitthvað sérstakt var fátt um svör. Nú skil ég allt (Hugs hugs. vonandi var ég ekki pirruð þegar hún var að hringja í mig í vinnuna. Er það nefnilega stundum þegar verið er að hringja í mig þangað án nokkurra erinda.)
Athugasemdir
Til hamingju með börnin...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.11.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.